AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Þriðjungur atvinnulausra án aðstoðar stéttarfélaga

Hvernig maður heldur réttindum sínumSamkvæmt upplýsingum AFLs gefur um þriðjungur atvinnlausra ekki upp stéttarfélagsaðild við skráningu hjá Vinnumálastofnun og nýtur þar með ekki réttinda úr sjúkrasjóðum eða starfsmenntasjóðum félaganna.

AFL hvetur alla félagsmenn sína til að gefa upp félagsaðild við skráningu á atvinnuleysisskrá og merkja við að greiða skuli félagsgjald. Benda má á að ef viðkomandi veikist eða verður fyrir slysi, fellur réttur til atvinnuleysisbóta niður þar sem viðkomandi er ekki vinnufær. Réttur í sjúkrasjóði stéttarfélags getur því ráðið úrslitum um afkomu heimilisins. Ennfremur veita stéttarfélögin félagsmönnum sínum verulega þjónustu - annast innheimtu launa vegna gjaldþrots fyrirtækja og almenna hagsmunagæslu í atvinnuleysi. Þá standa félögin fyrir námskeiðum og styðja nám af ýmsum toga á meðan atvinnuleysi stendur. Ennfremur veita stéttarfélögin félagsmönnum sínum verulega þjónustu - annast innheimtu launa vegna gjaldþrots fyrirtækja og almenna hagsmunagæslu í atvinnuleysi. Þá standa félögin fyrir námskeiðum og styðja nám af ýmsum toga á meðan atvinnuleysi stendur.

 

Lesa meira

Góð kauphækkun hjá Járnblendinu

NorðurálNú í morgun gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi vegna starfsmanna Elkem á Grundartanga. Samningurinn felur í sér 22% kauphækkun á samningstímanum skv. frétt heimasíðu félagsins. Taxtahækkun við undirskrift samnings nemur 45.000 - 56.000 eftir starfsaldri.

Lesa meira

Viðræður við sveitarfélögin á Austurlandi.

Fyrsti fundur í samninganefnd AFLs við launanefnd sveitarfélaga var haldinn s.l þriðjudag en eins og kunnugt er þá fer AFL með samningsumboð í viðræðunum við sveitarfélögin á félagssvæðinu. Á fundinum voru kröfur félagsins kynntar og fóru fram lítils háttar umræðum um nokkrar þeirra, farið var yfir umboð og samninganefndir. Kynnt var samningamarkmið LN, sem eru þau að standa vörð um atvinnuöryggi starfsmanna sveitarfélaga. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn 1. desember.

Lesa meira

Vinátta og gleði á Pólskum dögum á Reyðarfirði

Pólskir dagarPólskir dagar verða haldnir á Reyðarfirði um helgina með fjölbreyttri hátíðardagskrá í Grunnskóla Reyðarfjarðar og Fjarðabyggðarhöllinni. Aðaldriffjöður hátíðarinnar er ung pólsk kona af nafni Beata Marczak, starfsmaður eins af undirverktökum Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Hátíðin hefst kl. 17, föstudaginn 21. nóvember, í Grunnskóla Reyðarfjarðar með fjölbreyttri menningar- og tónlistarhátíð. Við setninguna flytja stutt ávörp bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir og ræðismaður Póllands á Íslandi, Danuta Szostak.

Lesa meira

Enginn árangur í samningaviðræðum!

Annar fundur samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags og Launanefndar Sveitarfélaganna fór fram í gær og lauk án þess að árangur yrði. Annar fundur hefur verið boðaður nk. miðvikudag.

Lesa meira

Þolinmæðin er á þrotum

Þolinmæðin er á þrotumÞolinmæðin er á þrotum – við þurfum lausnir NÚNA
ASÍ hafnar pólitískum kattarþvotti. Við krefjumst alvöru uppstokkunar í banka- og embættismannakerfinu
Við viljum nýtt fólk, nýtt upphaf, nýtt Ísland!
Fundur í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötui í dag kl. 17.00 (fluttur inn vegna veðurs).
Ræðumenn: Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Sigurður Bessason formaður Eflingar, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar. Fundarstjóri: Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ. Guitar Islancio leikur í boði FÍH

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi