AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kynning á iðnnámi

Kynning á iðnnámi

Miðvikudaginn 23. Janúar s.l. stóðu AFL Starfsgreinafélag og Menntaskólinn á Egilsstöðum fyrir kynningu á iðnnámi í húsnæði skólans.  Þeir sem kynntu hinar ýmsu iðngreinar voru kennarar og nemendur frá Verkmenntaskólanum í Neskaupstað og  Borgarholtsskóla auk fulltrúa frá Rafiðnaðarsambandinu og Matvís. Um 120 nemendur úr ME og grunnskólum á Austurlandi sóttu kynninguna sem var vel tekið og vakti aðsóknin ánægju þeirra sem að henni stóðu.

Smábátasjómenn fella á Austurlandi

Talið var í atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning fyrir sjómenn á bátum undir 12 tonnum á félagssvæði AFLs nú seinnipartinn í dag. Samningurinn var felldur með 66% atkvæða en 33% sögðu já. Smábátasjómenn eru því áfram samningslausir nema á Hornafirði en þar er í gildi eldri samningur. Eftir sem áður gilda að sjálfsögðu sjómannalög og þau réttindi sem þau lög veita.

Aðgerðarhópur SGS kallaður saman

Aðgerðarhópur SGS - sem mun gera tillögur til stjórnar Starfsgreinasambandsins um aðgerðir til að knýja á um gerð kjarasamninga, hélt sinn fyrsta fund sl. mðvikudag og hefur verið boðaður ná nýju á fund á mánudagsmorguninn.

Hópurinn hittist á miðvikudag að loknum fundi aðalsamninganefndar Starfsgreinasambands Íslands, þar sem Kristján Gunnarsson, formaður sambandsins, fór yfir stöðu samningamála. 

Lesa meira

Viðmiðunarverð þorsks og ýsu hækkar.

Viðmiðunarverð á þorski hækkar um 8% og Ýsu um 7% frá 1. febrúar 2008. Viðmiðunarver á karfa er óbreytt. Þessar breytingar voru ákveðnar á fundi úrskurðarnefnda sjómann og útvegsmanna þann 31. janúar

Bræðslumenn funda

Trúnaðarmenn Fiskimjölsverksmiðja á félagssvæði AFLs munu koma saman á Egilsstöðum í dag og fara yfir stöðu samningamála. Kjarasamningur bræðslumanna var laus um áramót og hafa viðræður staðið síðan í desember við SA í samfloti við Drífanda, stéttarfélag í Vestmannaeyjum.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi