AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fimm félög sameinast um félagakerfi

Total3

 

AFL Starfsgreinafélag, Efling Stéttarfélag, Aldan Stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands og Verkalýðsfélagið Hlíf hafa undirritað samkomulag um rekstur félagakerfisins Tótal.  Fjögur síðarnefndu félögin hafa einnig keypt hluti í Félagakerfinu Tótal ehf., sem áður var að fullu í eigu AFLs Starfsgreinafélags.

Hlutafélagið verður rekið sem óhagnaðardrifið félag í framtíðinni – þ.e. að rekstrarkostnaði þess verður deilt niður á notendur félagakerfisins í hlutfalli við notkun hvers og eins.

Samstarfssamningur félaganna og kaup á hlutafé í kerfinu er niðurstaða viðræðna félaganna í á annað ár.  Verkalýðsfélagið Hlíf hóf notkun á félagakerfinu Tótal fyrir um ári síðan en hin þrjú félögin hófu viðræður við AFL Starfsgreinafélag síðastliðið haust.  Jafnframt samstarfssamningnum hafa félögin fimm gengið frá samstarfs-og rammasamningi við Advania um áskrift að bókhaldskerfi, hýsingu og aðra skylda þjónustu.

Í augnablikinu er verið að flytja gögn Öldunnar og StéttVest yfir í Tótal og innleiðing í kerfið hefst á næstu vikum.  Verið er að vinna innleiðingaráætlun fyrir Eflingu og er stefnt að því að innleiðingu verði að fullu lokið í maí.

Nokkur önnur félög innan Alþýðusambands Íslands hafa óskað eftir kynningu á Tótal félagakerfi og eru kynningarfundir áformaðir á næstu vikum. 

Uppruna Tótal félagakerfis má rekja til 2011 er AFL Starfsgreinafélag lét gera orlofskerfi fyrir sig en notaði að öðru leyti félagakerfið Bóta.  2016 tók AFL í notkun félagakerfishluta sem m.a. tekur á móti skilagreinum og heldur utan um styrki og sjúkradagpeninga. 

Kerfið er í stöðugri þróun og inniheldur m.a. kosningakerfi, hópa-og skeytakerfi, vefverslun, aðgangsstýrikerfi fyrir orlofsíðbúðir auk orlofskerfis, iðgjaldakerfis og styrkja og dagpeningakerfis.  Að auki er unnt að vinna fjölda skýrslna úr kerfinu. Tótal tengist Navision / BC bókahaldskerfi með veflausn og með þeirri samþættingu verður innheimta iðgjalda og afgreiðsla styrkja og dagpeninga sjálfvirk.

Kerfið er með „mínar síður“ sem nú þegar eru á sjö tungumálum og unnið að fjölgun þeirra. Mínar síður bjóða upp á fjölbreytta möguleika til gagnvirkni og að félagsmenn geti sinnt málum sínum sjálfir á þeim.

Síðustu mánuði hefur verið unnið að viðbótum við kerfið í samráði við ofangreind félög og tekið tillit til sérþarfa hvers og eins.

Tótal félagakerfi er að öllu leyti íslensk smíði og er forritað af Austurnet ehf. – sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem staðsett er á Egilsstöðum.  Kerfið var skrifað fyrir AFL Starfsgreinafélag og voru tíðir rýnifundir starfsfólks AFLs grundvöllur þróunarvinnunnar.  Þróun kerfisins og viðbætur hafa allar verið í nánu samráði við starfsfólk AFLs og nú síðustu mánuði starfsfólk Hlífar og loks hinna þriggja félaganna.

Nýr samningur undirritaður við Alcoa

 SamnAlcoa hopmynd

Í gær var undirritaður nýr vinnustaðasamningur milli AFLs/RSÍ við Alcoa. Samningurinn er til tveggja ára og gildir frá síðustu mánaðarmótum en eldri samningur rann út þá.

Samningurinn fer í kynningu og atkvæðagreiðslu á næstu dögum

Aðalfundur  verslunar-og skrifstofudeildar  AFLs Starfsgreinafélags

 Verður haldinn 7. mars 2023 kl. 18:00 að Víkurbraut 4 Hornafirði.

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem þess óska og þarf að senda beiðni um það í síðasta lagi kl 14:00 fundardag. Beiðnin óskast send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn verslunar og skrifstofudeildar AFLs

Lokun orlofsíbúða AFLs í Reykjavík

Þar sem nú er að hefjast atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks ræstingafyrirtækja í Reykjavík - o.þ.á.m. Sólar ehf., sem annast ræstingu í orlofsíbúðum AFLs við Stakkholt, höfum við lokað fyrir nýjar bókanir í Stakkholti frá 27. febrúar og fram að 15. mars.  Þeir sem þegar hafa bókað á þessum tíma - fá skilaboð á næstu dögum um að mögulega verði leiga þeirra felld niður og endurgreidd.  Komi til verkfalls og það stendur lengur en til 15. mars - verða þær leigur sem þegar er búið að bóka og lenda á "verkfallstíma" felldar niður og endurgreiddar.

Þeir sem eru í Stakkholdi þegar verkfall hefst - verður leyft að ljúka sinni dvöl þar -enda eru íbúðir ekki ræstar á meðan leigu stendur.

AFL Starfsgreinafélag hefur í samningi sínum við Sólar ehf ákvæði um að starfsmenn sem vinna að ræstingu í Stakkholti séu félagar í Eflingu og njóti að lágmarki kjara í samræmi við gildandi kjarasamninga.

Það verða samt engar leigur felldar niður fyrr en í síðustu lög og þegar fyrirsjáanlegt er að ekki muni vera unnt að ræsta þær fyrir upphaf leigu - jafnvel þó að verkfalli ljúki skyndilega.  Fari svo að verkfallsboðun verði ekki samþykkt í atkvæðagreiðslu Eflinga - verður strax opnað fyrir bókanir aftur.

Lokun skrifstofa - starfsmannaferð

Skrifstofur

Starfsmenn og stjórn AFLs fer í dag í stutta starfsmannaferð og er það fyrsta sinn frá upphafi Covid faraldurs sem þessi hópur kemur saman.  Skrifstofur félagsins á Egilsstöðum, Vopnafirði og Reyðarfirði verða því lokaðar eftir hádegi í dag.  Opið verður til kl. 14 á Neskaupstað og til 16 á Höfn.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi