AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar AFLs Starfsgreinafélags

Verður haldinn   23. febrúar 2022 kl. 16:30

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Kosning fulltrúa á þing Starfsgreinasambandsins
  5. Önnur mál

Fundarform er fjarfundur en boðið verður upp á að sitja fundinn í fundarsölum á starfstöðvunum á Hornafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Þeir sem óska eftir að fá fundarslóð senda eru beðnir um að senda beiðni um það á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn alm. starfsgreinardeildar AFLs

Leiftursókn gegn lífskjörum

departures

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem getur kollvarpað stöðu launafólks til frjálsra kjarasamninga.  Frumvarpið er á þá leið að flugrekendur geti stundað flug frá Íslandi með áhafnir sem búsettar eru á Íslandi en geti með leyfi ráðherra hunsað kjarasamninga eða miðað við erlenda kjarasamninga. Þá verði flugrekendum heimilt að miða laun flugliða við kjarasamninga í þeim löndum sem flugvélarnar eru skráðar í - eða flugfélögin telji sig hafa aðalstöðvar.

Þetta er bara fyrsta vers í því að brjóta niður samstöðu íslenskrar verkalýðshreyfingar og í stórkostlegum félagslegum undirboðum þar sem stétt íslenskra flugliða er skotmarkið. Þetta er gert í því skyni að "jafna samkeppnisstöðu" flugrekenda sem kjósa að eiga samkeppni um flug til landsins.  Í þessu tilfelli er stefnt að því að jafna niður á við - þ.e. að færa kjör íslenskra flugliða niður til jafns við það sem lakast gerist.  Hinn möguleikinn hefði auðvitað verið að jafna "upp á við" og gera flugfélögum sem hingað fljúga skylt að greiða ekki lakari laun en íslenskir flugliðar hafa en svo virðist að stjórnvöld vilji frekar sækja niður á við hvað varðar kjör almennings en að miða við það besta.

Þetta frumvarp er reyndar ekki nýtt af nálinni en er nú lagt fram sem stjórnarfrumvarp af samgönguráðherra og formann þess stjórnmálaflokks sem áður fyrr kenndi sig við samvinnuhugsjónina og baráttu fyrir betri lífskjörum almennings. Það er vandséð hver tilgangur þessa frumvarps er annar en sá að auðvelda hvers kyns "brask-og brall" flugfélögum sem þekkt eru að gegndarlausum brotum á kjörum áhafna sinna, að hasla sér völl á landinu og eflaust mega svo skattgreiðendur borga fyrir stækkanir á Keflavíkurflugvelli og uppbyggingu á aðstöðu fyrir þessi flugfélög.

Sambærileg þróun hófst reyndar fyrir áratugum síðan þegar "óskabörn þjóðarinnar" þ.e. stóru skipafélögin hófu að flagga skipum sínum út til hentifánalanda.  Þannig tókst að fara framhjá  kjörum íslenskra farskipasjómanna.  Það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að spá fyrir um framhaldið. Verður ráðherra næst gefin heimild til að losa útgerðir fiskiskipa undan íslenskum kjarasamningum og miða laun við kjarasamninga í heimalöndum sjómanna.  Verður heimilt að ráða ræstingafólk til starfa á Íslandi og miða við kjarasamninga í Rúmeníu?

Það er brýnt að talsmenn launafólks á landinu hefji upp raust sína og standi vörð um hagsmuni launafólks. Ekki gera stjórnvöld það.

 Greitt út félagsmannasjóði

Felagsmannasjodsgr

Þann 1 febrúar fengu félagsmann sem starfa hjá sveitarfélögunum greitt út félagsmannasjóði AFLs.

Greitt er út sjóðnum einu sinni á ári en sveitarfélögin leggja í sjóðinn 1.5% af launum félagsmanna mánaðarlega í samræmi við kjarasamning AFLs við sveitarfélögin.

Þannig fær félagsmaður með mánaðarlaun upp á 400.000 krónur greitt 72.000 krónur en greiðslan er eins og áður er getið hlutfall af launum.

Þeir sem starfað hafa á árinu 2021 eftir kjarasamningum  sveitarfélaganna en fengu ekki þessa greiðslu eru beðnir um að setja sig í samband við AFL og kanna ástæðu fyrir því. Líklegast skýringin er að það vanti reikningsnúmer viðkomandi.

Páskaúthlutun orlofshúsa

orlofsbyggd

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús um nk.  páska. Hægt er að bóka í íbúðir félagsins á Akureyrir og í Reykjavík beint af netinu en sækja þarf um dvöl í orlofshúsum félagsins á "mínum síðum" á sérstökum hlekk sem birtist þar fyrir neðan hlekkinn "bóka orlofseignir".

Leigutímabilið er 12. - 19. apríl og eru alls 22 hús á Einarsstöðum, Illugastöðum, Ölfusborgum, Minni Borgum og við Klifabotn í Lóni í boði. Í forgangi verða þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjá páska og ef fleiri umsóknir berast en unnt er að verða við - verður dregið á milli umsækjenda.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar og verður úthlutað þá strax.  Þeir sem fá úthlutað húsi þurfa þá að greiða staðfestingargjald fyrir 3ja mars og síðan leiguna að fullu fyrir 2. apríl. Ef staðfestingargjald ekki greitt í tíma verður húsinu þegar ráðstafað til þess sem næstur er á biðlista.

Staðfestingargjald er óendurkræft falli leiga niður af einhverjum orsökum. 

Vinnuhraði í ræstingu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna.

Raesting

Í kjarasamningum SA og SGS sem gilda frá 1. apríl 2019 var samþykkt sérstök bókun um afköst í tímamældri ákvæðisvinnu og það yrði skipaður sérstakur starfshópur til að skoða afköstin. Í bókuninni var gert ráð fyrir að Ríkissáttasemjari boðaði til fyrsta fundar og verkstýrði viðræðum og átti þessari vinnu að vera lokið í maí 2020.

Þrátt fyrir marga fundi hefur lítið þokast í þessum málum. SGS sendi bréf til Vinnueftirlitsins þar sem óskað var eftir áliti þess á því hvort ákvæði um vinnuhraða standist áhættumat og lög um vinnuvernd.

Í svari Vinnueftirlitsins kemur eftirfarandi fram með skýrum hætti;

,,Að teknu tilliti til þess sem áður hefur komið fram þá telur Vinnueftirlitið að mælikvarði um mismunandi vinnuhraða sem fram kemur í fylgiskjali I við bókun við kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins frá 1. apríl 2019, sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“

Ljóst er að í komandi kjarasamningum mun þetta álit Vinnueftirlitsins skipta miklu máli í viðræðum um kaup og kjör starfsfólks í ræstingum.

(Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands)

Viðhorfs-og launakönnun AFLs 2021

Kjarakonnun2021

Gallup framkvæmdi í haust launa-og viðhorfskönnun fyrir AFL Starfsgreinafélag og Einingu Iðju.  Notað var 1.500 félaga úrtak sem var slembivalið úr félagatali AFLs. Könnunin var á íslensku, ensku og pólsku og hægt var að svara henni á netinu.  Alls svöruðu 689 félagar eða 45,9% sem er ívið lægra en síðustu ár.

Könnunin er aðgengileg hér

Almennt er jákvæður tónn í félagsmönnum. Heildarlaun hafa hækkað og eru nú að meðaltali 697.000 á mánuði hjá félagsmönnum AFLs. Atvinnuástand er með besta móti og voru um 2.5% spurðra án atvinnu og í atvinnuleit.

Fjárhagsstaða heimila virðist betri því þeim sem hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni fækkar um 6 prósentustig, eða um 17% frá fyrra ári.  Þá fækkar þeim sem eiga erfitt að standa í skilum um rösk 7 prósentustig eða um 40% frá fyrra ári.

Dagvinnutími hefur dregist saman um ca klst. á viku að meðaltali – en yfirvinna aukist að sama skapi. 

Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar á næstu vikum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi