AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjómannasamningar: Árangurslaus fundur

2020 NTV STARFSMIÐAÐ

Samninganefndir Sjómannasambandsins og SSÍ funduðu í dag.  Fundurinn var árangurslaus og miðaði lítt í samkomulagsátt.  Viðræðum var ekki slitið - en ekki hefur verið boðaður annar fundur í deildunni.  Nýafstaðið þing Sjómannasambandsins lýsti trausti á samninganefnd sambandsins og hvatti til að viðræðum væri haldið áfram.  Á þinginu var m.a. rætt hvað hefði aðallega valdið því að samningar í febrúar hefðu verið felldir og nokkur atriði nefnd.  Samninganefnd SSÍ hefur unnið að því að fá úrbætur í þeim efnum.  Meðal þess sem félagsmenn hafa nefnt er lengd samningsins og er unnið að því að stytta samningstíma.  Einnig voru ákvæði um veikindarétt óskýr og hefur verið unnið að því að skýra þau og þá er margumtalað ákvæði 1.39 sem verið hefur í kjarasamningi sjómanna síðustu 20 ár - en menn vilja út nú. Þá er deilt um gamalt ákvæði með að áhöfn ísfiskiskipa annist "yfirísun" afla sem senda á á markað erlendis - en dýrmætur tími fer a löndunarfríi manna í þessa vinnu og nánast enginn afli fer lengur á markað - heldur hefur verið seldur áður beinni sölu.  Því vill SSÍ meina að ákvæðið eigi ekki við lengur.  Aðeins fáar útgerðir láta áhafnir skipa ennþá standa í þessu - en það strandar á þeim að gefa þetta ákvæði eftir og leyfa mönnum að njóta hafnarfría.

Kjarasamningarnir í febrúar voru felldir með 67% atkvæða en kjörsókn var rétt innan við 50%.

Á næstu dögum og vikum munu forystumenn sjómannafélaga ráðgast við bakland sitt og væntanlega verða síðan teknar ákvarðanir um aðgerðir öðru hvoru megin við áramót - ef ekki þokast í samningaátt fyrr. 

33. þing Sjómannasambandsins lýsir yfir stuðningi við samninganefnd

batar reydarf

Á nýyfirstöðnu þingi Sjómannasambandsins var lýst yfir stuðningu við samninganefnd sambandsins og hvatti til áframhaldandi viðræðna með það að markmiði að klára samningagerð sem fyrst.

Boðað hefur verið til samningafundar á morgun, þriðjudag 21.11.2023.

Á þinginu fór fram hreinskiptin umræða um kjarasamninginn sem felldur var í febrúar síðastliðinn og hvaða atriði í honum réðu því að hann var felldur.  Það sem helst var rætt voru atriði sem komið hafa fram áður - s.s. lengd samningsins, lækkun skiptaprósentu v. aukinnar lífeyrisréttinda og svokölluð grein 1.39

Þing Sjómannasambandsins fór vel fram og voru ályktanir þess samþykktar samhljóða án mótatkvæða.

AFL lánar Rauða Krossinum hús v. rýmingar í Grindavík

AFL Starfsgreinafélag afhenti Rauða Krossinum eitt orlofshús í Ölfusborgum í gær - til afnota vegna rýmingar í Grindavík. Verið er að kanna möguleika á að lána fleiri orlofshús um eða eftir áramót en orlofseignir félagsins á Suðurlandi og í Reykjavík eru allar fullbókaðar fram í janúar.

Aðstæður félagsmanna AFLs eru ólíkar félagsmönnum margra annarra stéttarfélaga hvað varðar notkun orlofseigna félagsins á höfuðborgarsvæðinu.  Sérhæfð heilbrigðisþjónusta er að miklu leyti aðeins í Reykjavík og félagsmenn AFLs geta ekki "skotist" til læknis eða í lyfjameðferð og svo heim aftur.  Í skammdeginu í nóvember eru félagsmenn okkar almennt ekki að skreppa í skemmtiferðir til höfuðstaðarins heldur eru að sinna mikilvægum erindum.

Á hverjum tíma eru venjulega 2-4 verðandi mæður í "áhættumeðgöngu" í íbúðum okkar í Reykjavík.  Einnig eru oftast einhverjir krabbameinssjúklingar sem eru í geislameðferð og aðrir með króníska eða langvarandi sjúkdóma sem sækja meðferð á Landsspítalann.  

Það er því ekki auðvelt að rýma orlofseignir okkar vegna þessa ástands og myndi setja félagsmenn AFLs í veruleg vandræði vegna m.a. ofangreindra atriða. 

SGS þing

SGS thing2023

Þingi SGS lauk í dag en það hefur staðið í 2 daga.

Á þinginu voru afgreidd hefðbundin þingstörf auk þess afgreiddar ályktanir um kjaramál, byggðamál, heilbrigðismál, lífeyrismál og húsnæðismál

Fulltrúar AFLs á þinginu voru 20

Sveitarfélög: Aðgerðir auka stéttskiptingu

leiksknÁlyktun frá Miðstjórn Alþýðusambandsins um nýlega þróun í leikskólamálum sveitafélaga

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir áhyggjum sínum af nýlegri þróun í dagvistunarmálum sveitarfélaganna, nú síðast á Akureyri, og varar við ófyrirséðum afleiðingum hennar.

Undanfarna mánuði hefur borið á tillögum sem ætlað er að leysa mannekluvanda á leikskólum og auka velferð barna með meiri samveru með foreldrum. Tillögurnar spretta ekki upp úr tómarúmi heldur hefur vanfjármögnun og skammsýni einkennt málaflokkinn um árabil sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks leikskólanna. Miðstjórn ASÍ leggur áherslu á að það er á ábyrgð sveitafélaganna og stjórnvalda að tryggja fjármögnun leikskólakerfisins og viðunandi aðbúnað starfsfólks.

Bæði Kópavogsbær og Akureyrarbær hafa samþykkt nýjar gjaldskrár sem fela í sér gjaldfrjálsa sex klukkustunda leikskólavist barns. Á móti hækkar gjald þeirra foreldra sem þurfa á lengri vist barna að halda. Samhliða gjaldskrárbreytingum hefur þjónusta verið skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga.

Breytingarnar endurspegla með engu móti stöðu foreldra á vinnumarkaði, en yfir 90% barna eru á leikskóla meira en sex klukkustundir á dag. Meðan hátekjufólk með sveigjanlegan vinnutíma og sterkt bakland getur nýtt sér gjaldfrjálsan leikskóla kemur breytingin niður á láglaunafólki, innflytjendum og einstæðum foreldrum í formi hærri gjalda og skertrar þjónustu.

Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Miðstjórn ASÍ bendir á mótsögnina í hugtakinu „gjaldfrjáls leikskóli“ sem aðeins gagnast litlum hluta foreldra sem sterkt standa fjárhagslega, á kostnað láglaunafólks og því hætta á að aðgerðirnar auki stéttskiptingu. Miðstjórn varar jafnframt við því að með breytingunum er áfram grafið undan velferðarstoðum samfélagsins og forsendum mikillar atvinnuþátttöku á Íslandi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi