AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjálfkjörið í samninganefnd við ALCOA

Sjálfkjörið er í samninganefnd AFLs vegna komandi kjarasamninga við ALCOA Fjarðaál. Alls bárust 12 tilnefningar og fyrir voru 5 fulltrúar í samninganefnd er kjörin var 2008 og var til endurkjörs. Þá var og auglýst eftir tilnefningum til trúnaðarmanna AFLs hjá ALCOA en engar bárust og því voru þeir trúnaðarmenn er gáfu kost á sér til endurkjörs - sjálfkjörnir áfram.

Lesa meira

Vöfflukaffið vel sótt

vfflur1Starfsmenn AFLs á Egilsstöðum og Djúpavogi slógu í vöfflur í morgun og helltu upp á. Tilefnið var tilraun til að hafa "opið" hús á þriðjudagsmorgnum og mættu 10 félagsmenn AFLs til skrafs og ráðagerða. Í lok "vöfflufundarins" ákvað fólk að hittast aftur að viku liðinni og sjá þá sjálft um vöfflubaksturinn og ennfremur skiptust menn á símanúmerum og netföngum til að koma einhverju skikk á þennan "vöffluhóp".

Lesa meira

Vöffludagar hjá AFLi

AFL Starfsgreinafélag hélt góðan fund á laugardag þar sem rætt var um úrræði sem félagið gæti boðið atvinnulausum félagsmönnum upp á. Fundurinn var boðaður á Egilsttöðum og sóttu hann félagar frá Héraði og Djúpavogi.

Ákveðið var m.a. að reyna að koma á vikulegum "vöfflufundum" á skrifstofunum á Egilsstöðum og Djúpavogi til að byrja með - og verða fyrstu vöffludagarnir á morgun, þriðjudag, kl. 10:00

Lesa meira

Þjóðfundir um land allt

Smyndir_af_kubbi_litlu_vl_068 óknaráætlunin 20/20, til enduruppbyggingar atvinnulífs er nú í undirbúningi. Liður í undirbúningi áætlunarinnar er að halda þjóðfundi um land allt - alls 8 fundi. Sá fyrsti var um síðustu helgi á Egilsstöðum og voru boðaðir fulltrúar sveitarfélaga, hagsmunasamtaka og atvinnulífs og að auki handahófsvalinn hópur íbúa á Austurlandi.

Lesa meira

Fjölmennur fundur um kvótamál

sjlfur__eskUm 130 manns mættu á fund er Útvegsmannafélag Austurlands, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð, boðuðu til í gær undir yfirskriftinni "Sjávarútvegur í óvissu" og fjallaði að mestu um fyrningarleið veiðiheimilda er ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni.

Meðal frummælenda var Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, en með honum á fundinum var einnig Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs.

Lesa meira

Bjartur NK 121 á miðin!

pic10020401

 Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags brá sér ásamt starfsmanni félagsins um borð í Bjart NK 121, ísfisktogara Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, þegar skipið var að leggja af stað í veiðiferð.

Tilefni heimsóknar formannsins var að kjósa nýjan trúnaðarmann en Sigurd Jacobsen hefur látið af því starfi og var Haraldur Egilsson kosinn í hans stað.

Ennfremur voru orlofskostir sumarsins kynntir og kvótamál og fyrningarleið og fleiri mál rædd.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi