AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Skrifum söguna - vertu með

AFL Starfsgreinafélag gengst fyrir málþingi á laugardag á Hótel Héraði um ritun og varðveislu sögu verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi. Málþingið hefst kl. 14 og skipuleggja skrifstofur AFLs ferðir fyrir þá sem þess óska.

Stjórn félagsins vonast eftir að eldri félagsmenn og þeir sem áhuga hafa á því að varðveita baráttu launafólks á Austurlandi fyri bættum kjörum mæti og taki þátt í að mynda faghópa félagsmanna sem verða til ráðgjafar um öflun heimilda og gagna.

Lesa meira

Siðfræðnámskeið Vopnafirði

Námskeiðið "Siðfræði á vinnustað" var haldið í gærkvöldi í sal AFLs að Lónabraut 4.Siðfræði á vinnustað Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið með eindæmum góðar því að á sjötta tug þátttakendur skráðu sig á námskeiðið. Vinna setti hinsvegar strik í reikninginn og vegna síldarfrystingar duttu út 20 manns. Eftir voru þá 34 sem tóku virkan þátt í námskeiðinu og voru menn almennt mjög ánægðir með það. Leiðbeinandinn Björn Hafberg, hélt mönnum vel við efnið með lifandi og skemmtilegri framsetningu á námsefninu og sá tími sem því var skammtaður var fljótur að líða.   

Góður dagur í dag: Starfsendurhæfing tekur til starfa

Stofnfundur Starfsendurhæfingar Austurlands verður haldinn 14. nóvember kl. 14:00 í Safnaðarheimilinu Reyðarfirði. Meðal stofnaðila eru AFL, Verslunarmannafélag Austurlands, HSA, VMS, framhaldsskólar, ÞNA, og flest sveitarfélög á svæðinu og lífeyrissjóðsins Stapa.

Dagskrá fundarins er sem hér segir

Lesa meira

Undirbúningur kjarasamninga

Nú standa yfir undirbúningsfundir fyrir kröfugerð komandi kjarasamninga. Formaður AFLs, Hjördís Þóra, og aðrir fulltrúar félagsins í samninganefndum og undirbúningshópum munu sitja fundi í dag þar sem kröfugerðir verða undirbúnar og stendur sú vinna fram yfir næstu helgi. Starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum undirbúa kröfugerð vegna vinnustaðasamnings á sínu sviði - en samningsumboð til þeirra samninga hefur ekki verið framselt til SGS en AFL hefur boðið öðrum félögum, s.s. Vlf. Akraness og Drífanda í Vestmannaeyjum og Verkalýðsfélagi Þórshafnar - en á félagssvæði þessara félaga er langstærstur hluti bræðslna landsins.

Starfsendurhæfing Austurlands

Glæsilegur stofnfundur Starfsendurhæfingar Austurlands var haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði í dagAf fundi Starfsendurhæfingar Austurlands. Á fundinum var stofnskrá samþykkt og fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. Reiknað er með að 20 einstaklingar verði í fyrsta hóp sem nýtur starfsendurhæfingar á vegum hinnar nýstofnuðu sjálfseignarstofnunar.

Nýráðinn forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands, Erla Jónsdóttir, var kynnt fyrir fundarmönnum og fór hún yfir verkefni næstu vikna - en undirbúningur stendur nú yfir í samráði við m.a. heilbrigðisstéttir og mennta-og fræðslustofnanir.

Lesa meira

Fjölmennt á Siðfræðinámskeið

Á þriðja tug félagsmanna AFLs sóttu í dag námskeið félagsins í Siðfræði á Vinnustað. Leiðbeinandi var Björn Hafberg. Námskeiðið var á Egilsstöðum og var farið yfir ýmis atriði í samskiptum á vinnustöðum og gerðu félagsmenn AFLs góðan róm að kennslunni. Námskeiðið var haldið í gærkvöld á Höfn á Hornarfirði og var þokkalega sótt en um 40 félagsmenn hafa skráð sig til þátttöku á Vopnafirði annað kvöld og þátttaka á Norðfirði virðist einnig verða góð.

Þá var haldið trúnaðarmannanámskeið III á Hornafirði síðustu daga en var ekki fjölsótt. Vegna anna hefur verið ákveðið að fresta áður auglýstu trúnaðarmannanámskeiði I fram í janúar og trúnaðarmannanámskeið fyrir útlendinga hefur sömuleiðis verið frestað.