AFL starfsgreinafélag

 Greitt út félagsmannasjóði

Felagsmannasjodsgr

Þann 1 febrúar fengu félagsmann sem starfa hjá sveitarfélögunum greitt út félagsmannasjóði AFLs.

Greitt er út sjóðnum einu sinni á ári en sveitarfélögin leggja í sjóðinn 1.5% af launum félagsmanna mánaðarlega í samræmi við kjarasamning AFLs við sveitarfélögin.

Þannig fær félagsmaður með mánaðarlaun upp á 400.000 krónur greitt 72.000 krónur en greiðslan er eins og áður er getið hlutfall af launum.

Þeir sem starfað hafa á árinu 2021 eftir kjarasamningum  sveitarfélaganna en fengu ekki þessa greiðslu eru beðnir um að setja sig í samband við AFL og kanna ástæðu fyrir því. Líklegast skýringin er að það vanti reikningsnúmer viðkomandi.

Viðhorfs-og launakönnun AFLs 2021

Kjarakonnun2021

Gallup framkvæmdi í haust launa-og viðhorfskönnun fyrir AFL Starfsgreinafélag og Einingu Iðju.  Notað var 1.500 félaga úrtak sem var slembivalið úr félagatali AFLs. Könnunin var á íslensku, ensku og pólsku og hægt var að svara henni á netinu.  Alls svöruðu 689 félagar eða 45,9% sem er ívið lægra en síðustu ár.

Könnunin er aðgengileg hér

Almennt er jákvæður tónn í félagsmönnum. Heildarlaun hafa hækkað og eru nú að meðaltali 697.000 á mánuði hjá félagsmönnum AFLs. Atvinnuástand er með besta móti og voru um 2.5% spurðra án atvinnu og í atvinnuleit.

Fjárhagsstaða heimila virðist betri því þeim sem hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni fækkar um 6 prósentustig, eða um 17% frá fyrra ári.  Þá fækkar þeim sem eiga erfitt að standa í skilum um rösk 7 prósentustig eða um 40% frá fyrra ári.

Dagvinnutími hefur dregist saman um ca klst. á viku að meðaltali – en yfirvinna aukist að sama skapi. 

Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar á næstu vikum.

Páskaúthlutun orlofshúsa

orlofsbyggd

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús um nk.  páska. Hægt er að bóka í íbúðir félagsins á Akureyrir og í Reykjavík beint af netinu en sækja þarf um dvöl í orlofshúsum félagsins á "mínum síðum" á sérstökum hlekk sem birtist þar fyrir neðan hlekkinn "bóka orlofseignir".

Leigutímabilið er 12. - 19. apríl og eru alls 22 hús á Einarsstöðum, Illugastöðum, Ölfusborgum, Minni Borgum og við Klifabotn í Lóni í boði. Í forgangi verða þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjá páska og ef fleiri umsóknir berast en unnt er að verða við - verður dregið á milli umsækjenda.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar og verður úthlutað þá strax.  Þeir sem fá úthlutað húsi þurfa þá að greiða staðfestingargjald fyrir 3ja mars og síðan leiguna að fullu fyrir 2. apríl. Ef staðfestingargjald ekki greitt í tíma verður húsinu þegar ráðstafað til þess sem næstur er á biðlista.

Staðfestingargjald er óendurkræft falli leiga niður af einhverjum orsökum. 

Launahækkanir 1. janúar 2022

Launah kj 2022

 Launahækkanir félagsmanna sem starfa á almenna markaðnum (iðnaðarmenn, verslunar-og skrifstofufólk, verkafólk á almennum vinnumarkaði og auk þjónustusamningurinn ( vegna veitinga- gisti og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækjum og hliðstæðir starfsemi)).

25.000 krónur á mánuði á taxta

17.250 krónur á mánuði til þeirra sem eru á launum umfram taxta.

Aðrir kjaratengdir liðir hækka frá sama tíma um 2,5%

Félagsmenn sem starfa hjá stofnunum ríkisins hækka um 17.250 krónur á mánuði

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum hækka um 25.000 krónur á mánuði

Laun félagsmanna í Alcoa hækka um 5,8% þann 1.mars 2022.

Lámarkstekjur fyrir fullt starf verður 368.000 krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2022

Kjarasamningar sjómanna eru lausir og viðræðum skilað litlum árangri.

Engar hækkanir hafa komið á tryggingu, tímakaup ná aðra kaupliði í þeim samningi frá 1. maí 2019.

Slóð a á kauptaxta

Bæjarstjórn Hornafjarðar gefur lífskjarasamingnum langt nef

Lífskjarasamningurinn

Þar sem sveitarstjórnir lýstu yfir vilja til að halda aftur af verðhækkunum í gjaldskrám til stuðnings lífskjarasamningum þá er ástæða til þess að vera á vaktinni gagnvart hækkunum á gjaldskrám þeirra. Sú yfirlýsing náði til 2020 en hugsunin ætti að gilda áfram þannig að sveitarfélögin stuðli að stöðugu verðlagi.

AFL hefur kannað lauslega hækkanir á gjaldskrám þriggja stærstu sveitarfélaganna á félagssvæðinu

Hjá Múlaþingi-hækka helstu gjaldskrár um 3 -3,5%

Álagningarprósentur fasteignaskatt og lóðaleigu, eru óbreyttar milli ára en meðaltalshækkun á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu var 3,5% þó mismunandi milli byggðakjarna

Stjórn hitaveitunnar hefur boðað álagningarprósenta fráveitugjalda hækki úr 0,32 í 0,35 af fasteignamati eða um 9,38%.

Hjá Fjarðabyggð- er almenn gjaldskráhækkun 2,4%

Álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað  um 4% og vatnsgjald um 10% en fasteignamat innan sveitarfélagsins hækkaði að meðaltali um 6,2%,  mismunandi þó á milli byggðakjarna.

Orkugjald Hitaveitunnar á Eskifirði var lækkað um 5%

Skólamáltíðir í leik og grunnskólum eru gjaldfrjálsar og hafa verið frá því í haust.

Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði – hækka leikskólagjöld, gjöld fyrir lengda viðveru,  og skólamatur um 9%

Hækkanir á umhverfissviði er gríðarlegar og því borið við að gjaldskráin hafi verið óbreytt frá 2014 en hækkun  fráveita er um 11,67%, tengigjöld fráveitu að 150mm um 12,5% en um 8,57 fyrir tengigjöld fráveitu að 150mm.

Vatnsveita hækkar um 3,33% en tengigjöld að 40 mm hækka um 114,29% en tengigjöld yfir 40 mm um 64%.

Loks hækkar gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar um 10%

Fasteignaprósentan verður óbreytt milli 2021og  2022

Í þessari stuttu samantekt er ljóst að sveitarstjórn Múlaþings og bæjarstjórn Fjarðabyggðar halda aftur af sér í hækkun þjónustugjalda þótt að stjórn HEF telji sig óbundna af lífskjarasamningum.

Bæjarstjórn Hornafjarðar á hinn bóginn, gefur lífskjarasamningum langt nef í ákvörðunum sínum um gjaldskrárhækkanir vegna 2022.

*

Jol2021

Aðalfundur Sjómannadeildar AFLs - Ath Covid reglur

batar reydarf

Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn þriðjudaginn 28. desember 2021 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði

Dagskrá 

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  2. Kjaramál
  3. Kosning stjórnar
  4. Önnur mál

 

AFL Starfsgreinafélag

Sjómannadeild

Ath. vegna fjöldatakmarkana verðum við að takmarka fjölda þátttakenda á fundinum sjálfum við 20 manns.  Fundurinn verður einnig í fjarfundi.  Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á fundinn með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og taka fram hvort viðkomandi óski eftir að vera á staðnum eða í fjarfundi.  Lokað verður fyrir skráningar kl. 11:00 28. desember. Einungis þeir sem eru skráðir til þátttöku geta verið vissir um að fá sendan hlekk á fundinn eða geta setið fundinn á staðnum.