AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Félagsmenn fá námskeið hjá ntv að fullu niðurgreidd*

2020 NTV STARFSMIÐAÐ

Gerður hefur verið samningur við ntv skólann um fulla fjármögnun á 6 námskeiðum/námsleiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin fjarnámskeið sem boðið verður upp á í samstarfi við aðildarfélög Landsmenntar, , Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar. Félagsmenn aðildarfélaga sjóðanna munu fá námskeið að fullu niðurgreidd.Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum eða í gegnum sitt stéttarfélag og mun skólinn senda reikninga beint á skrifstofu fræðslusjóðanna.

*   Þátttakendur skrá sig á námskeið á slóðinni http://www.ntv.is/is/namskeid/nam-i-bodi-stettarfelags.  ATh. þessi leið gildir einungis fyrir þá sem eiga aðild að Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt. 

Verslunarmenn og Iðnaðarmenn þurfa að skrá sig á námskeiðin eftir hefðbundnum leiðum og sækja svo um endurgreiðslu til félagsins.  Endurgreiðsla til þeirra félagsmanna fer síðan eftir rétti sem viðkomandi á hjá félaginu.  

Verkefnið er tilraunaverkefni fram að áramótum og munu námskeiðin hefjast um mánaðarmótin okt/nóv nk. Öll námskeiðin, námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu.

Námskeiðin sem um ræðir eru:
Bókhald Grunnur 8 vikur (120 kes.)
Digital marketing 7 vikur (112 kes.)
Frá hugmynd að eigin rekstri 4 vikur (60 kes.)
App og vefhönnun 6 vikur (90 kes.)
Vefsíðugerð í WordPress 4 vikur (50 kes.)
Skrifstofu og tölvufærni 6 vikur (96 kes.)

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi