AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Viðhorfskönnun AFLs og Einingar Iðju að hefjast

Launakonnun 21

Viðhorfskönnun sem Gallup framkvæmir fyrir AFL Starfsgreinafélag og Einingu Iðju hefst í dag.  Þrjú þúsund félagsmenn þessara tveggja félaga eru að fá í dag eða næstu daga bréf með boði um þátttöku í könnuninni.  Bréfin fara út á íslensku, ensku og pólsku - allt eftir þjóðerni viðtakenda.

Úrtakið eru 1.500 félagsmenn hvors félags sem fengið er með slembiúrtaki úr félagaskrá félaganna. Í bréfinu sem félagsmenn fá er gefin upp vefslóð þar sem unnt er að svara könnuninni en síðan verður ítrekað við þá sem ekki svara - með tölvupósti og/eða símtali.

Síðustu ár hefur þátttaka verið allgóð eða um og yfir 50% svörun. Í boði eru happadrættisvinningar til þeirra sem svara.  20 félagar (10 úr hvoru félagi) fá 15.000 króna gjafabréf þegar könnun er lokið.  Síðan þegar könnun er lokið eru dregnir út 8 vinningar - tveir að verðmæti kr. 150.000, tveir að verðmæti kr.  50.000 og síðan 4 vinningar með vikudvöl í orlofsbústöðum eða íbúðum félaganna utan úthlutunartímabila.

Hluti spurninganna í könnuninni eru hefðbundnar og tengjast stöðu á vinnumarkaði, vinnutíma, dagvinnulaunum og heildarlaunum. Eru félagsmenn hvattir til að hafa launaseðil (september)  við hendina þegar könnuninni er svarað.

Þá er spurt um viðhorf til félaganna, kröfugerð við gerð næstu kjarasamninga, starfsumhverfi, áhrif Covid á starfshlutfall, veikindi og slys, trúnaðarmenn á vinnustöðum, réttindi og brot á kjarasamingum og ýmislegt fleira sem félögin kanna meðal félagsmanna með reglubundnum hætti.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni og þannig aðstoðum við hvert annað í að gera okkur grein fyrir því hvar skóinn kreppir og hvar áherslur félagsmann liggja.

Fyrri kannanir AFLs eru allar fyrirliggjandi á heimasíðu félagsins https://asa.is/afl/um-afl/launakonnun og á sama hátt er hægt að nálgast viðhorfs / launakannanir Einingar Iðju og annarra félaga á heimasíðum þeirra félaga.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi