AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL undirbýr kröfugerð

AFL-Starfsgreinafélag efnir til fjögurra félagsfunda á næstu dögum  í tengslum við gerð mótun kröfugerðar félagsins vegna komandi kjaraviðræðna. Síðar í mánuðinum verði svo kröfugerðn send Starfsgreinasambandi Íslands, sem svo leggur fram kröfugerð aðildarfélaga sinna. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs segir fundina  mikilvæga.

„Já, því á þessum fundum verður grunnurinn að kröfugerð AFLs lagður. AFL Starfsgreinafélag er þriðja fjölmennasta verkalýðsfélag landsins í dag og þess vegna er mikilvægt að sjónarmið félagsmanna komist vel til skila.“
Hjördís segist vera bjartsýn að eðlisfari, en óneitanlega séu horfur á hörðum kjaravetri.
„Við höfum heyrt viðhorf Samtaka atvinnulífsins, sem talar um nauðsyn þess að semja á „hóflegum“ nótum. Á sama tíma er verið að semja við ýmsar aðrar atvinnugreinar um miklar hækkanir. Almennt launafólk sættir sig ekki við að sitja eftir, við hljótum að horfa til nýgerða samninga. Fundirnir eru þess vegna mikilvægir. Þar verða línurnar sem sagt lagðar,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags.    
Félagsfundir í verkamannadeild AFLs verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
föstudagur, 09 janúar 2015
Víkurbraut 4 Hornafirði         15.01.     kl. 18:00
Hótel Héraði Egilsstöðum    17.01.     kl. 14:00
Búðareyri 1 Reyðarfirði        19.01      kl. 18:00
Lónabraut 4 Vopnafirði        20.01       kl. 17:00

Tög: Verkfall

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi