AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vinnustöðvun á Alcoa lóð frestað aftur

Í dag var boðaðri vinnustöðvun starfsmanna undirverktaka ALCOA Fjarðaáls, sem hefjast átti um hádegi á morgun miðvikudaginn 22. apríl, frestað í annað sinn. Frestunin að þessu sinni er um 13 daga.  Frestunin byggist á samkomulagi sem náðist síðla í dag milli AFLs Starfsgreinafélags, ALCOA Fjarðaáls og Samtaka Atvinnulífsins um að öllum undirverktökum ALCOA sem koma að daglegri starfssemi álversins á athafnasvæði þess eða á nærliggjandi lóðum, beri að gera fyrirtækjasamning við AFL og tryggja þannig "samkeppnishæf" laun. Í launasamanburði er horft á heildartekjur starfsmanna ALCOA.

Að mati samninganefndar AFLs í deilunni, var efni þessa samkomulags tilefni til að fresta boðuðu verkfalli enda væri með því öðru helsta markmiði vinnudeilunnar náð.

Viðræður um einstaka fyrirtækjasamninga hafa staðið síðustu daga samhliða viðræðum um samninginn sem undirritaður var í dag. Boðaðir eru fundir með þremur fyrirtækjanna sem gera á fyrirtækjasamninga við á morgun og standa vonir til að hægt verði að ljúka þeim öllum í næstu viku.

Tög: Verkfall

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi