AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Eru sveitarfélögin að svína á starfsmönnum?

Verkefnastofa starfsmats sendi öllum sveitarfélögunum á félagssvæðinu beiðni þann 11. febrúar s.l. og  óskaði eftir starfslýsingum fyrir þau störf sem heyra undir starfsmatið. Þessi beiðni er í samræmi við bókanir  í kjarasamningi AFLs frá því í fyrrasumar og átti að koma til framkvæmda í október  Endurskoðunin verður byggð á starfslýsingum og öðrum gögnum eftir því sem við á frá sveitarfélögum.  Staðbundnar starfsmatsniðurstöður einstakra sveitarfélaga verða einnig skoðaðar með sama hætti. Dagana 2- 4 mars hringdi formaður AFLs í launafulltrúa allra 9 sveitarfélaganna á Austurlandi sem lofuðu að ganga í málið. Ennþá hefur ekki borist eitt einasta svar frá af Austurlandi og ekki er hægt að klára endurskoðunina vegna þessa. Því hlýtur að vakna sú spurning hvor að sveitarfélögin séu markvisst að svína á starfsmönnum eða er hér um að ræða hreinræktaðan slóðaskap?