AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL skipar persónuverndarfulltrúa

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags skipaði á fundi sínum í gær Birki Snæ Guðjónsson sem persónuverndarfulltrúa félagsins.  Birkir Snær er trúnaðarmaður AFLs hjá Eimskip á Mjóeyrarhöfn og hefur verið virkur í starfi félagsins. Hann hefur sótt nokkur trúnaðarmannanámskeið og sótti sl. vor námskeiðið "Ungir leiðtogar" á vegum Alþýðusambands Íslands.  Birkir er 35 ára gamall og búsettur á Fáskrúðsfirði með fjölskyldu sinni.

Hlutverk persónuverndarfulltrúa AFLs er að vera stjórn og starfsfólki til ráðgjafar um málefni er varða persónuvernd og eins að vera tengiliður fyrir þá félagsmenn sem telja á sér brotið af félaginu. Birkir hefur kynnt sér persónuverndarmál sérstaklega síðustu mánuði og hefur góðan faglegan stuðning af lögmönnum AFLs og Alþýðusambandsins.

Félagið mun kynna á næstu dögum nánar hvernig starfi Birkis verður háttað - en hann mun ekki vera fastur starfsmaður félagsins og ekki með starfsstöð hjá félaginu heldur sinna áfram sínu starfi hjá Eimskip og sínum trúnaðarmannastörfum.

Persónuverndarstefnu AFLs má nálgas hér 'https://www.asa.is/personuverndarstefna

Stefnan er til enduskoðunar og verið að vinna verkalagsreglur fyrir starfsfólk félagsins og fara yfir gögn þess.