AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Endurnýjuð hús á Einarsstöðum - nú sérstaklega fyrir fatlaða

hús 12

AFL veitti í dag viðtöku þremur húsum í Orlofsbyggðinni að Einarsstöðum eftir að þau hafa verið nánast algerlega endurnýjuð og stækkuð lítillega.  Þetta voru hús 10, 11 og 12 - og var hús 12 innréttað sérstaklega þannig að félagsmaður í hjólastól gæti athafnað sig nánast án aðstoðar.  Það er með stærra baðherbergi en almennt gerist og þá var annað svefnherbergjanna stækkað svo unnt væri að athafna sig þar í hjólastól.  

Í dag var verið að leggja lokahönd á skábraut frá bílastæði upp að húsi 12, með 5% halla og er það í samræmi við reglur um hjólastólaaðgengi.

Nýjar útihurðir voru ekki komnar og koma ekki fyrr en í júlí en þá verða allar hurðir 90 cm breiðar.  Hægt er að ganga um verandarhurðina sem opnast 90cm.

Þá verður á næstu dögum komið fyrir slám og sturtusæti til að auðvelda fötluðum einstakling að njóta dvalar þar án aðstoðar.

Á myndinni eru þeir Andri Guðlaugsson, Mannvit verkfræðistofu, sem hefur haft eftirlit með framvæmdum og hönnun, og Sigurður Sigurjónsson, byggingameistari hjá Tréiðjunni Eini sem hafði veg og vanda af breytingunum.

AFL á nú 16 hús á Einarsstöðum og þar af hafa 9 verið tekin algerlega í gegn og er reiknað með að endurnýjun húsanna ljúki á næstu 2 -3 árum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi