AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Taka slaginn með AFLi!

thomas_og_lettarLettnesku félagar AFLs sem unnið hafa hjá GT verktökum, eða skúffufyrirtæki þeirra, Nordic Construction SIA, dvelja á Gistiheimilinu Egilsstöðum í skjóli AFLs og eru í fæði á ESSÓ skálanum. Hér eru þeir með rússnesku-og pólsku túlk AFLs, Thomasi Wojtowicz, (lengst til vinstri)  á góðir stund í dag.

Starfsmaður AFLs og Thonas áttu góða stund með mönnunum í gærkvöld og aftur í morgun. Lettarnir ætluðu síðan í sund og einnig að skoða sig um á fjörðunum og var ferðinni heitið í Fjarðabyggð og þaðan á Djúpavog.

Góður andi ríkir í hópnum og AFL hefur rætt ýtarlega við mennina um nauðsyn þess að þeir standi saman og láti ekki hótanir eða ógnanir starfsmannaleigunnar hafa áhrif á sig. Þeir hafa tekið undir þetta og segjast vilja taka þennan slag með AFLi við GT verktaka og segja að þeim gremjist mjög virðingarleysi sem þeim hafi verið sýnt og vilja gera það sem gera þarf til að ná rétti sínum og ennfremur gera þeir sér fulla grein fyrir því að athæfi það sem GT verktakar hafa verið ásakaðir um, grefur undan launakjörum hér á landi.

Þeir vilja með baráttu sinni veita okkur liðsinni í baráttunni gegn félagslegum undirboðum og einnig aðstoða landa sína eða aðra erlenda verkamenn í sömu stöðu, við að ná rétti sínum.

Mennirnir eru allir fjölskyldumenn og sakna ættingja sinna. Þeir hafa vakið athygli á Egilsstöðum fyrir prúðmannlega framkomu en skortur á tungumálakunnáttu veldur því að þeir hafa átt erfitt með að ná sambandi við heimafólk.

Lettnesku félagar AFLs hvika hvergi í frásögnum sínum af skiptum þeirra við GT og eru reiðubúnir til að staðfesta skýrslur sínar fyrir dómi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi