AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kynningarfundum lokið - kosningar hafnar

Kynningarfundum á nýjum kjarasamningum lýkur í dag. Í morgun var haldinn fundur í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystri og mátti fulltrúi félagsins grípa til skóflunar á leið sinni á fundinn. Það var vel mætt á fundinn á Borgarfirði.

Síðasti fundur starfsmanna félagsins til að kynna kjarasamningana er á Höfn á Hornafirði fyrir verslunarmenn í félaginu. 

Alls hafa þá verið haldnir rösklega 30 vinnustað-og almennir fundir á félagssvæði AFLs á 10 dögum og farið á alla þéttbýliskjarna svæðisins að Bakkafirði undanskildum - en Bakkfirðingum var boðið að sækja fundi á Vopnafirði.

Þá hafa starfsmenn félagsins dreift umþrjú þúsund eintökum af nýgerðum kjarasamningum og skýringarritum við þá.

Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir meðal félagsmanna AFLs en efnt var til póstatkvæðagreiðslu. Upplýsingar um framkvæmd kosninga er að finna ef smellt er á ramman til hægri á síðunni. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi