AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hjördís endurkjörin formaður AFLs

Á glæsilegum aðalfundi félagsins sl. laugardag, sem haldinn var í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði, var Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, endurkjörinn formaður AFLs með lófataki.

Alls sóttu um 60 félagsmenn fundinn og áttu margir þeirra um langan veg að fara. Fríður hópur kom frá Vopnafirði alls um 200 km leið og annar hópur frá Hornafirð, einnig um 200 km. Aðrir komu mun styttir leið eða aðeins 20 - 100 km leið.

Kosið var um helming stjórnarmanna og hlaut Hjördís einróma kjör sem formaður. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir nema hvað Stefanía Stefánsdóttir, HSA Seyðisfirði, tók við stjórnarsæti en Þóra Ívarsdóttir, fiskvinnsla, Seyðisfirði, gekk úr stjórn. Ársreikningar félagsins voru kynntir og skýrsla stjórnar lögð fram.

Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands, flutti erindi um starfssemi StarfA og upplýsti að um 25 einstaklingar njóta nú endurhæfingar á vegum StarfA og fleiri hópar eru í undirbúningi. Búist er við að hópar á Seyðisfirði og á Hornafirði taki næst til starfa og síðan annar hópur í Fjarðabyggð en fyrir er hópur þar og á Fljótsdalshéraði.

Erla svaraði fjölmörgum spurningum fundarmanna.

Myndir af aðalfundinum hafa verið settar inn en nánari gögn um fundinn, þ.e. fundargerð og skýrsla stjórnar, verða sett inn á síðuna á næstu dögum. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi