AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Rausnarleg jólagjöf Brimbergs

Um fimmtíu starfsmenn frystihússins Brimbergs á Seyðisfirði fengu glaðning í morgunkaffinu þegar Gunnlaugur Bogason, framkvæmdastjóri, færði öllum starfsmönnum gjafabréf að upphæð 40.000 kr.

Gjafabréfin er einungis hægt að nota í verslunum á Seyðisfirði þannig að Brimberg og starfsfólk styrkir einnig verlsun í heimabyggð með þessari gjöf. Jólaglaðningur Brimbergs er tvöfalt hærri nú en undanfarin ár.

Ágætt atvinnuástand er á Seyðisfirði og stöðug vinna hefur verið í frystihúsinu.