AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Frábæru trúnaðarmannanámskeiði lokið!

thumb_trunaarmennDagana 11. – 13. maí var haldið Trúnaðarmannanámskeið I í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum.  Alls mættu 18 trúnaðarmenn víðsvegar af félagssvæðinu. Námskeiðið þótti takast vel og það voru ánægðir og fjölfróðir trúnaðarmenn sem sneru heim á leið  þann 13. Kennarar voru þau Helga Björk Pálsdóttir, Sigurlaug Gröndal og  Sverrir Mar Albertsson og fengu þau mikið lof fyrir framsetningu sína á því efni sem þau höfðu á sínum snærum.

Námskeiðið er orðið einingabært til framhaldsskóla enda orðið töluvert viðameira en áður. Fyrirhugað er að halda seinnihluta námskeiðsins (Trúnaðarmannanámskeið II) í haust og verður það auglýst þegar dagsetningar liggja fyrir.