AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjaraskerðingum hafnað: Opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna

Formenn aðildarsamtaka Industrianställda i Norden, eða samtök starfsfólks í iðnaði á Norðurlöndunum, hafa birt opið bréf til ríkisstjórna landanna. Í bréfinu er m.a. hvatt til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku.

"Kreppan er fyrst og fremst kreppa vegna skorts á eftirspurn en ekki vegna hækkandi framleiðslukostnaðar í norrænum fyrirtækjum. Tilraun til að leysa kreppu með launalækkunum í einstökum fyrirtækjum mun aðeins gera illt verra fyrir samfélagið í heild sinni," segir í bréfinu.

Undir bréfið rita m.a. Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, og Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Í stjórn IN fyrir hönd íslensku sambandanna sita Hilmar Harðarson, formaður Félag Iðn-og tæknigreina og Sverrir Albertsson, AFL Starfsgreinafélagi.

Bréfið má sjá hér