AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur Stapa - hækkun lífeyrisgreiðslna fryst um 5%

fulltrar_aflsAðalfundur Stapa Lífeyrissjóðs var haldinn að Skjólbrekku í Mývatnssveit í gær. Fráfarandi formaður stjórnar, Sigurður Hólm Freysson, AFLi Starfsgreinafélagi, flutti skýrslu stjórnar og Kári Arnórsson, framkvæmdastjóri sjóðsins fór yfir reikninga lífeyrissjóðsins.

 

Tillaga um lækkun réttindatöflu og "frystingu" hækkana á lífeyrisgreiðslum um 5% var samþykkt samhljóða en talsverður fjöldi fulltrúa stéttarfélaganna sat hjá við þær atkvæðagreiðslur.

Nánari upplýsingar um afkomu sjóðsins má sjá á heimasíðu Stapa http://stapi.is/is/news/arsreikningur-stapa/.

Á fundinum kvaddi Árni  Pálsson, lögmaður sér hljóðs en lögmannsstofa hans hefur sinnt lögmannsstörfum fyrir Stapa um árabil - en á síðasta ári lýsti stofan kröfu Stapa í Straum - Burðarás of seint svo krafan hefur ekki verið samþykkt af skiptastjóra. Um var að ræða 4,4 milljarða kr. kröfu - og stóðu vonir til að rúmlega helmingur upphæðarinnar myndi fást upp í kröfuna.

Þó svo að unnið sé að því að fá kröfuna samþykkta inn í búið - er staðan þannig í dag að þessi fjárhæð er glötuð og hefur verið afskrifuð af Stapa og veldur um 1 - 2% verri stöðu sjóðsins en ella væri.

Árni Pálsson  lýsti allri ábyrgð af þessum afglöpum á hendur sér og lögmannsstofu sinni og bað fundargesti, stjórn og aðra sjóðsfélaga afsökunar á mistökunum.

hjrds_kri_og_sigururNokkrar umræður urðu um ábyrgð framkvæmdastjóra og óskaði Agnes Einarsdóttir, sjóðfsfélagi frá Húsavík eftir að fært yrði til bókar sú skoðun hennar að segja ætti Kára Arnórssyni, framkvæmdastjóra sjóðsins, upp störfum. Kári hafði áður lýst því yfir að ef það yrði til að skapa frið myndi hann víkja.

Á fundinum var engin tillaga lögð fram formlega um traust eða vantraust á stjórn eða framkvæmdastjóra sjóðsins.

Úr stjórn, af hálfu launafólks, gekk Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, en við tók Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar á Sauðárkrók. Aðalsteinn verður varamaður Þórarins. Fyrir hönd AFLs situr Sigurður Hólm Freysson, varaformaður félagsins í stjórn, en Þorkell Kolbeins, Höfn, er varamaður hans. Einnig situr Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, Akureyri, í stjórn fyrir hönd launafólks.