AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Century kært fyrir brot á vinnulöggjöf

United Steel Workers verkalýðsfélagið í Bandaríkjunum hefur kært Century Aluminium, álfyrirtækið sem rekur Norðurál og áformar byggingu álvers í Helguvík, fyrir brot á vinnulöggjöfinni þar í landi.

Fyrirtækið hefur ítrekað hótað starfsmönnum í álverksmiðju í Hawesville, Kentucky, sem eiga í vinnudeilu við fyrirtækið, því að álverinu verði lokað komi til verkfalla starfsmanna eða samþykki þeir ekki tilboð fyrirtækisins varðandi endurnýjun á kjarasamningi.

Með hótunum sínum hafi yfirmenn fyrirtækisins brotið á rétti starfsmanna til að vinna að málum sínum með þvingunum og hótunum.

Vinnudeilan hefur nú staðið í nokkra mánuði og meðal þess sem fyrirtækið krefst er afnám sjúkratrygginga fyrir fyrrverandi starfsmenn á lífeyri - en eins og almannatryggingum er háttað í Bandaríkjunum væri um gríðarlega skerðingu á lífskjörum og mikið öryggisleysi fyrir viðkomandi.

Starfsmenn hafa þegar boðist til að taka á sig ákveðnar kjaraskerðingar en samþykkja ekki þessa skerðingu á sjúkratryggingum.

Iðnaðarsvið Starfsgreinasambandsins hefur verið í sambandi við forvígismenn verkalýðsfélagsins og er von á fulltrúum starfsmanna til Íslands í októbermánuði til að upplýsa um framferði fyrirtækisins við starfsfólk.

 complaint_century