AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fiskimjölsverksmiður: Samningaviðræður hafnar

Fyrsti samningafundur AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélags annars vegar og Samtaka Atvinnulífsins hins vegar, vegna kjarasamnings í fiskimjölsverksmiðjum var haldinn í gær með milligöngu ríkissáttasemjara.  Á fundinum var til umræðu kröfugerð félaganna sem m.a. gerir ráð fyrir 27% hækkun kauptaxta. Þá er í kröfugerð félaganna krafist desember-og orlofsuppbóta á við það sem gerist í stóriðjuverum landsins.

AFL og Drífandi gerðu fyrst sameiginlegan samning vegna fiskimjölsverksmiðja 2008. Áður höfðu verið mismunandi samningar í hverri verksmiðju.Í samninganefnd AFLs og Drífanda sitja trúnaðarmenn félaganna í verksmiðjunum en fiskimjölsverksmiðjur eru: Tvær í Vestmannaeyjum, á Höfn, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Seyðisfirði og Vopnafirði.

 Félögin vilja með kröfugerð sinni leitast við að færa laun og önnur kjör í verksmiðjunum nær því umhverfi sem er í stóriðjuverunum enda á margan hátt um sambærileg störf að ræða og svipaðan vinnumarkað sem fyrirtækin sækja starfsfólk til.

Kröfugerðin er í samræmi við kjaramálaályktun AFLS en þar sagði m.a. „Kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags 2010 leggur áherslu á að í komandi kjarasamningum verði sótt af hörku í útflutningsgreinum sem nú njóta verulegs hagnaðar m.a. af skráningu gengis.“

Þá standa yfir samningaviðræður vegna endurnýjunar kjarasamnings AFL og RSÍ við ALCOA Fjarðaál og er boðaður fundur í næstu viku.

AFL Starfsgreinafélag hefur lagt fram kröfugerð vegna endurnýjunar almennra kjarasamninga SGS við SA og afhenti SGS samningsumboð sitt með ákveðnum skilyrðum, í samráði við nokkur önnur verkalýðsfélög sem starfa á svæðum þar sem fiskvinnsla og útflutningur er ráðandi, þ.e.  að samið verði um umtalsverðar launahækkanir í útflutningsgreinum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi