AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fréttabréf AFLs á fimmtudag

Fréttabréf AFLs kemur út sem kálfur í Austurglugganum og verður dreift á allt Austurland í þessari viku. Um er að ræða 4ra síðna blaðkálf og verður að þessu sinni fjallað um undirbúning kjarasamninga og birtur listi yfir þá samninga sem félagið er að vinna að samningum um.

AFL og Austurglugginn hafa gert með sér samkomulag um að Austurglugginn mun annast útgáfu fréttabréfa félagsins en nokkuð hefur verið kvartað undan því að félagið hafi ekki staðið sig í útgáfu fréttabréfa og verður því gerð tilraun til að bæta þar um.

Reiknað er með að það verði 4 - 8 síðan blaðkálfar af og til í Austurglugganum og að þau tölublöð fari í dreifingu um allt félagssvæði AFLs.

Ritstjórnarefni fréttabréfsins verður hjá AFLi en Austurglugginn mun aðstoða við efnisöflun og vinnslu.