AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Laun hækka í álveri ALCOA á Reyðarfirði

thumb_AlcoaLaun starfsmanna ALCOA á Reyðarfirði er þiggja laun skv. samningi AFLs og RSÍ við ALCOA hækka nú 1. október um 3,5% og síðan um 4% um áramót, í stað 2% eins og kveðið er á um í samningum. 1. maí 2010 hækka síðan laun um 2,5%. 1. júní sl. hækkuðu laun starfsmanna um 4,3% í samræmi við endurskoðunarákvæði samningsins.

Lesa meira

Ályktun kjaramálaráðstefnu AFLs

thumb_kjaramalaradstEftirfarandi ályktun var samþykkt á kjaramálaráðstefnu AFLs Starfsgreinafélags sl. laugardag. Í stað umræðu um niðurfellingu skulda og rýrnandi kaupmátt - beindi ráðstefnan augum sínum að siðferði í viðskiptum og því siðrofi sem orðið hefur í samfélaginu og hvernig unnt væri að byggja upp réttlátt þjóðfélag til frambúðar. Ályktunin fer hér á eftir:

Lesa meira

Opið hús

thumb_opid_hus_2009Á fimmtudaginn var opið hús að Búðareyri 1, þó nokkrir nýttu sér það tækifæri og skoðuðu okkar glæsilegar hús sem nú er iðulagea nefnt fróðleiksmolinn, í húsinu er starfræktar ein af 10 skrifstofum AFLs á Austurlandi, Starfsendurhæfing Austurlands er með skrifstofu og starfsemi í húsinu, Þekkingarnet Austurlands leigir og rekur neðri hæð hússins og Þróunarfélag Austurlands mun opna skrifstofu sína á Reyðarfirði í húsinu inna tíðar. Sjá myndir frá opnuninni

Fádæma fúsk og gamlar aðferðir

Á stjórnarfundi AFLs Starfsgreinafélags, sem haldinn var á Neskaupstað í gærkvöldi, samþykkti stjórn félagsins eftirfarandi ályktun. Í henni eru útboð á þjónustu og uppsagnir á starfsfólki ríkisstofnana til þess eins að "einkavæða" störf þeirra, gagnrýnt.

Lesa meira

Kjaramálaráðstefna AFLs 19.09.2009

thumb_kjaramalaradstefnaRúmlega 50 manns mættu til hinnar árlegu kjaramálaráðstefnu AFLs í nýju og glæsilegu hús félagsins að Búðareyri 1 síðastliðinn föstudag. Jóna Járnbrá Jónsdóttir formaður Verkamannadeildar AFLs setti ráðstefnuna með glæsibrag. Í kjölfarið flutti Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður félagsins ávarp, þar sem hún skýrði meðal annars frá því hvernig afleiðingarnar yrðu ef gerður yrði flatur niðurskurður á skuldum heimilanna.

Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur, Háskólanum í Reykjavík, hélt athyglisverðan fyrirlestur um siðferði og hrun efnahagslífsins og menn því tengdu. Hann dró fram í dagsljósið athyglisverðar staðreyndir og minnti rækilega á hversu fljótur maður er að gleyma.

Lesa meira

Verið velkomin í Fróðleiksmolann

thumb_afl_reydarfj0909_145x220Í tilefni verkloka er opið hús og allir boðnir velkomnir til að skoða aðstöðuna og þiggja léttar veitingar, föstudaginn 18. september næstkomandi. Móttakan hefst klukkan 16:00 og verður þá afhjúpað listaverk eftir Helgu Unnarsdóttir, leirlistarkonu, sem verktakar hússins hafa gefið eigendum. Ennfremur verður sýning á vegum Listasafns Alþýðu. Eftir formlega opnun hússins verður boðið upp á léttar veitingar og húsið opið til skoðunar.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi