AFL starfsgreinafélag

Dómur í máli AFLs gegn Álfasteini

Þann 23. april 2008 féll dómur í Héraðsdómi Austurlands í máli er lögmenn AFLs Starfsgreinafélags höfðuðu fyrir hönd erlends félagsmanns. Með dómnum voru allar kröfur félagsins viðurkenndar og viðkomandi fyrirtæki dæmt til að greiða um 600.000 krónur auk álíka upphæðar í málskostnað. Sjá dóminn. Málið fór í hæstarétt sjá dóminn í heid sinni hér

Dómur Álfasteinn

Dómkröfur stefnenda eru þær að hið stefnda einkahlutafélag verði dæmt til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 48.710 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III sjá dóminn

Brim dæmt til að greiða 3ja ára stéttarfélagsgjöld

Fyrirtækjum ber að draga stéttarfélagsgjald af launum starfsmanna og skila til þess stéttarfélags sem samningsaðild á um viðkomandi starf og félagssvæði. Þetta má lesa úr dómi er féll í héraðsdómi Reykjavíkru 29. janúar sl. Þetta gildir hvort heldur starfsmaðurinn er félagi verkalýðsfélagsins eða ekki því í kjarasamningi sem gerður hefur verið milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar er skýrt kveðið á um þessa skyldu. Því má bæta við að kjarasamningar verkalýðsfélaga eru í öllum tilfellum lágmarkskjarasamningar og tryggja öllum launþegur að lágmarki þau laun og önnur kjör er þar er um samið.

Samkvæmt dómnum sem kveðinn var upp í héraðsdómi Reykjavíkur var útgerðarfyrirtækið Brim dæmt til að greiða Félagi skiptstjórnarmanna ógreidd félagsgjöld vegna eins yfirmanna í 3 ár. Því geta kröfur sem þessar birst fyrirtækjum jafnvel fyrir mörg ár aftur í tímann og verður þeim þá ókleyft að innheimta af starfsmönnunum - enda innheimta og skil gjalda á ábyrgð fyrirtækjanna. Sjá dóminn

Félagsdómur, Fjarðabyggð vegna starfa við Grunnskólann á Eskifirði og Almenningsbókasafnið

Viðurkennt er að Afl, starfsgreinafélag, fari með samningsaðild fyrir Guðnýju Einarsdóttur, kt. 301148-3489, og Guðrúnu M. Óladóttur, kt. 250861-4869, við gerð kjarasamninga við Fjarðabyggð vegna starfa þeirra við Grunnskólann á Eskifirði og Almenningsbókasafnið á Eskifirði, Fjarðabyggð, og um laun og kjör þeirra hafi frá og með ráðningum til stefnda, Fjarðabyggðar, farið samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands sem gerður var í maímánuði 2005.
Stefndu, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi og Fjarðabyggð, greiði, hvor um sig, stefnanda, Alþýðusambandi Íslands, f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Afls, starfsgreinafélags Austurlands, f.h. Guðrúnar M. Óladóttur og Guðnýjar Einarsdóttur, 150.000 krónur í málskostnað.
Sjá dóminn í heild hér

Félagsdómur, Lágmarkslaun, hækkun launa ESS Support Services ehf og Matvís

Viðurkennt er að hækka beri kauptaxta samkomulags, dagsettu 21. september 2004, milli ESS Support Services ehf. og Starfsgreinasambands Íslands, um lágmarkslaunakjör félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands, sem starfa hjá stefnda, um 15.000 krónur frá og með 1. júlí 2006 að telja.
Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna ESS Support Services ehf., greiði stefnanda, Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands, vegna Afls, starfsgreinafélags Austurlands, 250.000 krónur í málskostnað.
Sjá dóminn í heild hér

Fleiri greinar...