AFL starfsgreinafélag

Verkfall - AFL - Starfsgreinafélag

„Okkar fólk er tilbúið að láta sverfa til stáls“

„Kröfur okkar eru bæði sanngjarnar og eðlilegar. Grundvallaratriði er að fólk geti framfleytt sér og sínum af dagvinnulaunum í stað þurfa að treysta á yfirvinnu, aukavinnu og akkorð,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi.

456

Félagsmanna AFLs starfsgreinafélags sem vinna hjá eftirtöldum fyrirtækjum við framleiðslu, viðhald og/eða þjónustu við ALCOA Fjarðaál og starfa á athafnasvæði ALCOA við Reyðarfjörð og nærliggjandi iðnaðarlóðum svo og við Mjóeyrarhöfn. Nánar tiltekið á svæði sem afmarkast að ofan af Norðfjarðavegi og að vestan af Digranesi og austan af Krókseyri.

AFL undirbýr kröfugerð

AFL-Starfsgreinafélag efnir til fjögurra félagsfunda á næstu dögum  í tengslum við gerð mótun kröfugerðar félagsins vegna komandi kjaraviðræðna. Síðar í mánuðinum verði svo kröfugerðn send Starfsgreinasambandi Íslands, sem svo leggur fram kröfugerð aðildarfélaga sinna. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs segir fundina  mikilvæga.

Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin!

Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á vefsvæði SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar.

Samstaða launafólks er sterkasta vopnið

Eins og fram hefur komið hefur slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífsins. Verkamannadeild AFLs er með umboð sitt fyrir almenna markaðinn að mestu leiti hjá Starfsgreinasambandinu. Þetta þýðir því að  slitnað hefur upp úr viðræðum AFLs fyrir verkafólk á almenna markaðnum en kjarasamningarnir runnu út í febrúarlok.

Vinnustöðvun á Alcoa lóð frestað aftur

Í dag var boðaðri vinnustöðvun starfsmanna undirverktaka ALCOA Fjarðaáls, sem hefjast átti um hádegi á morgun miðvikudaginn 22. apríl, frestað í annað sinn. Frestunin að þessu sinni er um 13 daga.  Frestunin byggist á samkomulagi sem náðist síðla í dag milli AFLs Starfsgreinafélags, ALCOA Fjarðaáls og Samtaka Atvinnulífsins um að öllum undirverktökum ALCOA sem koma að daglegri starfssemi álversins á athafnasvæði þess eða á nærliggjandi lóðum, beri að gera fyrirtækjasamning við AFL og tryggja þannig "samkeppnishæf" laun. Í launasamanburði er horft á heildartekjur starfsmanna ALCOA.

Að mati samninganefndar AFLs í deilunni, var efni þessa samkomulags tilefni til að fresta boðuðu verkfalli enda væri með því öðru helsta markmiði vinnudeilunnar náð.

Viðræður um einstaka fyrirtækjasamninga hafa staðið síðustu daga samhliða viðræðum um samninginn sem undirritaður var í dag. Boðaðir eru fundir með þremur fyrirtækjanna sem gera á fyrirtækjasamninga við á morgun og standa vonir til að hægt verði að ljúka þeim öllum í næstu viku.