AFL starfsgreinafélag

Sjómennt - reglur

Starfsreglur Sjómenntar til einstaklingsstyrkja


Einstaklingsstyrkir til náms/námskeiðs:

  • Félagsmaður, sem unnið hefur fullt starf í a.m.k. sex mánuði sl. 24 mánuði, þar af greitt í a.m.k. 2 mánuði af síðustu 12 mánuðum skv. kjarasamningi SA/SFS við SSÍ, hjá útgerðum innan SFS, og greitt til aðildarfélags Sjómenntar á þeim tíma á rétt á stuðningi til náms.
  • Við greiðslu náms/námskeiðs skal skila reikningi/kvittun frá viðkomandi fræðslustofnun til skrifstofu viðkomandi stéttarfélags.
  • Að fullnægðum ofangreindum skilyrðum kemur til greiðslu á styrk til viðkomandi.
  • Áunnin réttindi félagsmanna innan Landsmenntar, Sjómenntar, Starfsafls, Starfsmenntasjóðs verslunar-og skrifstofufólks, Ríkismenntar SGS og Sveitamenntar SGS og LN haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli aðildarfélaga sjóðanna.
  • Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
  • Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.
  • Sá sem hverfur frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum, heldur rétti sínum til styrks, enda hverfi starfsmaður aftur til sinna starfa.  Þurfi félagsmaður að hverfa tímabundið af vinnumarkaði af ástæðum sem valda því að ekki ber að greiða tryggingagjald af launum hans, heldur hann þeim rétti til starfsmenntunarstyrks sem hann hafði áunnið sér hjá sjóðnum í allt að 24 mánuði.  Að þeim tíma  liðnum fellur réttur hans að fullu niður.

Upphæð styrks:
Greitt er að hámarki 130.000.- kr.í styrk á ári fyrir hvern félagsmann í almenna styrki (e. 1. jan. 2018), 130.000 krónur í meiraprófsstyrk.Hver einstaklingur getur einungis fengið slíkan styrk einu sinni. Aldrei er þó greitt meira en sem nemur 75% af námskeiðskostnaði. Miða skal við almanaksárið.
ATH. Áréttað er að einstaklingur hefur 6 mánuði til að skila innumsókn eftir að hann hættir að vinna og verður að vera félagsmaður þegar hann greiðir námskeiðskostnaðinn.


Frístunda/tómstundanámskeið
Sjómennt veitir styrki vegna tómstundanámskeiða ýmis konar og er endurgreiðsla vegna þeirra 75% af kostnaði en aldrei hærri en kr. 30.000.- á ári og dregst jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks þess árs


Styrkir til kaupa á hjálpartækjum fyrir lestrar-og ritstuðning
Félagsmenn sem eru lesblindir eða eiga við lestrar-og ritörðugleika að stríða geta sótt um allt að 75% styrk vegna kaupa á hjálpartækjum ætluðum til stuðnings við lestur og skrift. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins eða kr. 130.000.-


Uppsafnaður réttur; aukinn styrkur til náms
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjá ár, eiga rétt á styrk allt að kr. 390.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið skv. 130.000.-  sem hluti af kostnaði náms/námskeiðs í þessu tilviki. (gildir f.o.m. 1. jan. 2020).


Ferða- og Dvalarstyrkir í tengslum við nám/Námskeið

Veittir eru sérstakir ferða-og dvalarstyrkir og geta félagsmenn sótt um slíka styrki á þar til gerðum eyðublöðum. Þessar styrkveitingar dragast jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks þess árs.

Þeir einstaklingar sem þurfa að sækja styrkhæft nám/námskeið um langan veg eiga rétt á stuðningi við ferða- og dvalarkostnað. Um er að ræða einstaklingsstyrk og sótt er um á sérstöku eyðublaði.
Styrkir eru afgreiddir af viðkomandi stéttarfélagi í umboði Sjómenntar.
Reglur um sérstaka ferða-og dvalarstyrki:
• Akstur 50% af almennu kílómetragjaldi eins og það er ákveðið hverju sinni skv. taxta ferðakostnaðarnefndar.
• Ekki er tekið þátt í ferðakostnaði vegna aksturs sem er innan við 12 km frá námskeiðsstað eða skóla.
• Varðandi akstur og flug er alltaf gert ráð fyrir að menn velji ódýrustu leiðina.
• Flug: Heimilt verði að niðurgreiða kostnað um allt að 75% af hverju flugfargjaldi.
• Gisting: Heimilt verði að niðurgreiða hverja gistinótt á hótelum/gistiheimilum um að hámarki kr. 6.000.- þó aldrei hærra en 75% af verði gistingar pr. sólarhring.
Ferða-og dvalarstyrkir eru afgreiddir sér, en dragast frá hámarki einstaklingsstyrkja
Endurnýjaðar reglur gilda f.o.m. 1. Júlí 2013.
Síðast breytt í nóvember 2018 (Frítt í Hvalfjarðargöng)


Áfrýjunarréttu
Ef félagsmaður telur sig eiga rétt á styrk til starfsmenntunar, en er hafnað af viðkomandi stéttarfélagi, þá getur félagsmaður vísað umsókn sinni til stjórnar Sjómenntar til afgreiðslu.
Sjómennt greiðir einstaklingsstyrki frá 1. júní 2002.


Breyting á starfsreglum
Reglur þessar geta tekið breytingum samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni og var síðast breytt 1. janúar 2020 en þá var ákveðið að greiða út styrki um leið og viðkomandi félagsmaður legði inn umsókn ásamt reikningi/kvittun vegna náms/námskeiða.