AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ungir félagsmenn sækja sér menntun

Starfsmenntasjóðir mynd

 

Á síðasta ári sóttu 714 félagsmenn sér styrk til náms úr starfsmenntasjóðum sem AFL á aðild að.  Heildarupphæð styrkja var kr. 60.709.246 sem greiddist í 959 styrkjum.  Meðal styrkur var að upphæð kr. 63.570. Langflestir styrkir voru greiddir til félagsmanna á aldrinum 21 - 30 ára eða 444 styrkir. 

Félagsmenn í atvinnuleit sem sóttu sér styrk til náms voru 36 talsins.  Félagsmenn með íslenskt ríkisfang voru 514 talsins en með erlent ríkisfang 200 félagsmenn.  Karlar fengu greidda 388 styrki en konu 547. 

Samt sem áður var heildarupphæð styrkja til kynjanna svipuð upphæð eða um 29 milljónir á hvort kyn - en það skýrist af því að fjöldi karla tók út "uppsafnaðan" styrk til að sækja sér t.d. aukin ökuréttindi. (34 félagsmenn fengu á síðasta ári 8,6 milljónir króna til að sækja sér aukin ökuréttindi).

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi