AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningar verslunarmanna samþykktir

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félaga LÍV í kosningu um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda liggja nú fyrir.

Kjarasamningur LIV við SA var samþykktur með 88,48% atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 699 félagsfólk í félögum innan LÍV og nei sögðu 58 eða 7,34%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 17 eða 2,15 %. Á kjörskrá um samning LÍV og SA var 3.290 félagsfólk í félögum innan LÍV og greiddu 790 atkvæði, og var kjörsókn því 24,01 %.

Kjarasamningur LÍV við FA var samþykktur með 100% atkvæða, en já sögðu 16 LÍV félagar. Á kjörskrá um samning LÍV og FA voru 36 LÍV félagar og greiddu 16 atkvæði, og var kjörsókn því 44,44%.
Atkvæðagreiðslan var rafræn og var haldin dagana 14.- 21. desember 2022.

Á sama tíma fór fram kosning um kjarasamning VR, en VR er stærsta aðildarfélag LÍV.

Kjarasamningur VR við SA var samþykktur með 81,91% atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 7.808 VR félagar og nei sögðu 1.504 eða 15,78%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 220 eða 2,31 %. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 39.115 VR félagar og greiddu 9.532 atkvæði, og var kjörsókn því 24,37 %.

Kjarasamningur VR við FA var samþykktur með 85,17% atkvæða, en já sögðu 247 VR félagar og nei 38, eða 13,10%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 5 eða 1,72 %. Á kjörskrá um samning VR og FA voru 939 VR félagar og greiddu 290 atkvæði, og var kjörsókn því 30,88%.

Niðurstöður félaga

nidurstada nidur a felog innan LIV

(tekið af heimasíður Landssambands Íslenskra Verslunarmanna - www.landssamband.is )

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi