AFL starfsgreinafélag

Samningar á lokastigi?

Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér fréttatilkynningu um að samningar væru komnir á lokastig. Samkomulag hafði náðst milli fulltrúa landssambanda innan ASÍ og fulltrúa atvinnurekenda um launaramma nýs kjarasamnings. Yfirlýsing ASÍ fer hér á eftir.

Czytaj dalej

Samningafundi flýtt

Fundi samninganefndar SGS sem boðaður hafði verið eftir hádegi á morgun hefur verið flýtt og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þá hefur samninganefnd Samiðnar verið boðuð á fund klukkan eitt. 

SGS lýsir fullum stuðningi við bræðslumenn

Á fundi samninganefndar SGS í dag var lýst fullum stuðningi við starfsmenn fiskimjölsverksmiðja, en SA hefur krafist þess að kjarasamningur þeirra verði hluti heildarkjarasamnings - og var tilkynnt fyrir helgi að ekki yrði unnt að ganga frá heildarkjarasamningi við SGS fyrr en samningur við fiskimjölsverksmiðjur væri frágenginn.

Czytaj dalej

Samningar í augsýn?

samningar_009Samningafundir héldu áfram í húsi sáttasemjara í dag. Hjördís Þóra formaður AFLs leiddi fund samninganefndar SGS en Hjálmþór Bjarnason, formaður IMA sat fund samninganefndar Samiðnar.

Czytaj dalej

SA hótar AFLi

Í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum um kjarasamning fiskimjölsverksmiðja hefur SA (Samtök atvinnulífsins) tilkynnt að ekki verði unnt að ganga frá kjarasamningi við Starfsgreinasamband Íslands með samning fiskimjölsverksmiðja opinn.

Czytaj dalej

Græðginni eru engin takmörk sett

Fyrirtæki á Austurlandi sem nýverið hóf að leigja starfsmenn sína út til annarra fyrirtækja án þess þó að vera skráð sem starfsmannaleiga heldur áfram að hirða húsaleigu af mönnunum - þó þeir búi á kostnað annars fyrirtækis.

Czytaj dalej