Afslættir
Félagið mun eins og að undanförnu bjóða upp á sumarbústaði víðsvegar um landið fyrir félagsmenn sína, sjá Orlofsmál bóka orlofseign og orlofsbækling.
Heimilisdýr eru almennt ekki leyfð í húsunum né á svæðunum.
Félagsmenn þurfa að sækja um sumarbústaði sem leigðir eru út yfir sumarmánuðina fyrir auglýstan tíma, úthlutað er samkvæmt úthlutunarreglum AFLs
Aðrar niðurgreiðslur sem er í boði, einungis ætlað félagsmönnum:
Hótel Edda. (Einungis í boði á sumrin)
Gerður var samningur við Eddu hótelin um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs, eða undir mínar síður - vefverslun, félagsmaður fær gistiávísunina senda á skráð netfang að greiðslu lokinni.
Bóka þarf gistingu símleiðis á viðkomandi Edduhóteli og tilgreina að greitt verði með gistiávísun, ekki bókanlegt á netinu.
Sjá nánar um Edduhótela
Icelandair Hótel.
Gerður var samningur við Icelandair Hótel um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs eða á vef félagsins undir mínar síður -vefverslun, félagsmaðurinn þarf sjálfur að bóka gistingu á viðkomandi hóteli og tilgreina að greitt verði með gistiávísun. Ekki bókanlegt á netinu.
Sjá nánar um Icelandair Hotels
Konvin - hét áður Bed & Breakfast..
Gerður var samningur við Konvin um gistingu fyrir þá sem eru á leið erlendis.
Bókanlegt á konvin.is - eða beint á Bókanir stéttarfélaga, á bókunarsíðunni birtist verðið með 15% afslætti - greitt á staðnum. Félagsmenn þurfa að taka með sér bókunarnúmerið (sem berst í póshólf að bókun lokinni) og félagsskírteinið. Bókunin er svo greidd á staðnum.
Verðtafla stéttarfélaga 2023 - Félagsmenn AFLs fá 15% afslátt frá þessum verðum sjá bókunarsíðu og svo gegn framvísun félagsskírteinis á staðnum.
Innifalið í verði: Með eða án morgunmats, flugvallarskutl fyrir einstaklingsbókanir, VSK og Gistináttagjald.
Afbókunar-/No Show-skilmálar: 48 klst. Rukkað er fyrir 1 nótt.
Barnaskilmálar: 6 ára og yngri gista frítt ef þau deila rúmi með forráðamönnum. Gildir einnig um morgunverð.
Aukarúm: Rimlarúm eru í boði, gestum að kostnaðarlausu. Ekki er hægt að bæta við fullorðinsrúmum á herbergjum hótelsins.
Hópar: Ef bókaður herbergjafjöldi er 10 eða fleiri, flokkast það sem hópabókun. Sérstaklega er samið um hópaverð hverju sinni og gilda aðrir skilmálar um þá.
Keahotels.
Samningur er við Keahotel um gistingu, um er að ræða gistingu á Hótel Kea Akureyri, Hótel Gígur Mývatnssveit, Skuggi Hotel, Reykjavík Light og Storm Hotel. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs eða á heimasíðu félagsins undir mínar síður - vefverslun, gistiávísunin er send á skráð netfang að greiðslu lokinni. Félagsmaður þarf sjálfur að bóka gistinguna í síma: 460-2000, og taka þarf fram að greitt verði með gistiávísun. Ekki bókanlegt á netinu.
Morgunverður af hlaðborði innifalinn á öllum hótelum Keahotela
Sjá nánar um Keahotels
Lambinn Öngulsstöðum.
Samningur er við Lambinn um ódýra gistingu í Eyjafirði. Hægt er að kaupa gistiávísun undir - mínar síður - vefverslun, eða á næstu skrifstofu AFLs. Félagsmaður fær gistiávísunina senda á skráð netfang að greiðslu lokinni, félagsmaður bókar sjálfur gistingu á Lambinn, tilgreina þarf að greitt verði með gistiávísun. Lambinn býður upp á þrjú herbergi með aðstöðu fyrir hunda sumarið 2020.
Sjá nánar um Lambinn
Fellihýsi/tjaldvagnar.
Félagið niðurgreiðir leigu á fellihýsum og tjaldvögnum til félagsmanna, um kr. 10.000.- gegn framvísun á löglegri kvittun frá leigusala.
Veiðikort
Eru niðurgreidd til félagsmanna, hægt er að fá þau á næstu skrifstofu AFLs eða á vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent heim, sjá nánar um Veiðikortið.
Útilegukort.
Félagið niðurgreiðir útilegukort til félagsmanna og er þau seld á næstu skrifstofu AFLs. Hægt er að kaupa Útilegukort í vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent. Útilegukortið er ætlað til nota á tjaldstæðum víðsvegar um landið, sjá nánar um Útilegukortið
Flugmiðar.
Samkomulag er við Flugfélagið Erni um ódýr flugfargjöld fyrir félagsmenn milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Hægt er að versla flugkóða undir mínar síður - vefverslun, eða á næstu skrifstofu AFLs, kóðinn er sendur á skráð netfang að greiðslu lokinni. Kóðinn ásamt kennitölu félagsmanns þurfa að koma fram við bókun hjá flugfélaginu Ernir. Athygli er vakin á því að sýna þarf félagsskírteini AFLs við innritun í flug.
Jarðböðin við Mývatn.
Félagsmenn í AFLi og fjölskyldur þeirra fá 15% afslátt af aðgangseyri (ekki veitingum). Sjá nánar um Jarðböðin