AFL starfsgreinafélag

Stytting vinnuvikunnar Verslunar og skrifstofufólks 2019

Í kjarasamningi verslunar og skrifstofufólks sem gengið var frá í apríl s.l eru ný  ákvæði um styttingu vinnutímans sem taka gildi 1. janúar 2020:

Allir eiga rétt á að fá styttingu vinnutíma líka þeir sem eru í hlutastarfi.

Dæmi um útfærslu

  1. Starfsmaður styttir vinnudaginn um 9 mínútur á hverjum degi og fer heim fyrr sem því nemur
  2. Starfsmaður safnar styttingunni saman til að taka hana út t.d. vikulega, á 2ja vikna fresti, mánaðarlega eða safnar upp yfir lengra tímabil. Hann vinnur áfram sama vinnudag
  3. Starfsmaður getur ekki stytt daglega viðveru sína á vinnustaðnum eða safnað styttingunni. Hann vinnur því áfram sama vinnudag og nú en fær greidda yfirvinnu fyrir 9 mínútur á dag.

Hver er styttingin?

  • 9 mínútur á dag
  • 45 mínútur á viku
  • 1 klst. og 30 mínútur á tveggja vikna fresti
  • 2 klst. og 15 mínútur á þriggja vikna fresti
  • 3 klst. á fjögurra vikna fresti
  • 3 klst. og 15 mínútur á mánuði (m.v. meðallengd mán á ári)
  • 19 klst. og 30 mínútur á 6 mánaða tímabili (2,65 dagar skrifstofa/2,52 dagar í verslun)
  • 35 klst. og 33 mínútur á ári (4,84 dagar á skrifstofu/4,59 dagar í verslun)

Ef kaffitímar eru felldir niður er hægt að stytta vinnutíma starfsmanna meira eða sem hér segir:

  • 15 mínútur á dag/0,25 á skrifstofu
  • 35 mínútur á dag/0,58 í verslun
  • 1 klst. og 15 mínútur á viku/1,25 á skrifstofu
  • 2klst. og 55 mínútur á viku/2,92 í verslun
  • 5 klst. og 25 mínútur á mánuði/5,42 á skrifstofu á mánuði
  • 12 klst. og 35 mínútur á mánuði/12,57 í verslun á mánuði
  • Um 59,25 klst. á ári eða 8 daga á skrifstofu
  • Um 137,52 klst. á ári eða 17,75 dagar í verslun