Fréttabréf tbl.1 - 2016
Nýr kjarasamningur var samþykktur í liðinni viku sem tryggir félagsmönnum sem starfa á almenna markaðnum 6,2% aftur- virka launahækkun frá áramótum, þó að lámarki 15.000 krónur. Eldri samningur gerði ráð fyrir 5,5% launaþróunartryggingu og hækkun taxta að lámarki 15.000 krónur frá 1. maí nk.
Samningurinn tryggir jafnframt viðbætur við áður umsamdar hækkanir áranna 2017 og 2018.
Samningurinn nær ekki til þeirra félagsmanna sem starfa eftir sér- samningum félagsins, sjómanna, né þeirra sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Með samningnum náðist jafn- framt fram krafan um jöfnun lífeyrisréttinda sem lengi hefur verið á borðinu. Þetta er því fyrsta skrefið í átt að jöfnun lífeyrisréttinda milli almanna markaðarins og þess op- inbera. Mótframlag atvinnurekenda hækkar í áföngum úr 8% í 11,5% á árunum 2016-2018 og kemur fyrsti áfangi til framkvæmda í júlí á þessu ári, um 0,5%, og 1,5% í júlí 2017 og 1,5% í júlí 2018. Þetta þýðir að þeir launamenn sem eru að hefja starfsævina geta vænst þess að þeim verði tryggð 76% af meðaltali ævi- tekna úr lífeyrissjóði í stað þeirra 56% sem tryggð hafa verið fram til þessa. Örorkubætur og barna- og fjölskyldulífeyrir hækka í sama hlutfalli eða um 36%.
Fram undan eru viðræður við þá vinnuveitendur sem eru með sér- samninga við félagið.