AFL starfsgreinafélag

Krefjumst réttlætis!

Skýr krafa
um 300 þúsund króna
lágmarkslaun.

 

AFL starfsgreinafélagAFL starfsgreinafélag
AFL Starfsgreinafélag - Kjaramál

Kjaramál

 

Kjaramál eru einn viðamesti þátturinn í starfsemi stéttarfélags, ásamt því að vera það málefni sem skiptir launafólk hvað mestu máli.

Lesa meira

AFL starfsgreinafélag - Sjúkrasjóður

Heilsa

 

Sjúkrasjóðurinn, starfræktur til að veita félagsmönnum fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra áfalla.

Lesa meira

AFL Starfsgreinafélag - Orlofssjóður

Orlof

 

Allt launafólk á rétt á orlofi samkvæmt lögum og kjarasamningum, ávinnur sér rétt frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

Lesa meira

AFL Starfsgreinafélag - Menntasjóðir

Menntun

 

Með aðild að AFLi eru félagsmenn aðilar að starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum.

Lesa meira

Félagsmenn samþykkja samninga.

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags hafa samþykkt samning AFLs / SGS við Samtök Atvinnulífsins svo og samning AFLs / Landssambands Íslenskra Verslunarmanna við Samtök Atvinnulífsins.

Á kjörskrá um samning AFLs /SGS voru 1348, atkvæði greiddu 343 eða 25,45%. Já sögðu 254 eða 74,05%. Nei sögðu 81 eða 23,62% en 2,3% voru auð og ógild atkvæði.  Á kjörskrá um samning verslunarmanna voru 219. Atkvæði greiddu 35 eða 15,98%. Já sögðu 29 eða 82,9%.  Nei sögðu 5 eða 14,3%, eitt atvkæði var autt.

Báðir samningarnir hafa því tekið gildi.

Höldum upp á 100 ára afmælið

19. júní 2015 eru liðin 100 ár síðan stór hluti kvenna fékk kosningarétt og kjörgengi í fyrsta sinn á Íslandi. Sama dag fengu vinnumenn og aðrir eignalausir karlmenn 40 ára og eldri einnig kosningarétt.

Þó 19. júní sé fyrst og fremst minnst sem dagsins sem konur fengu kosningarétt er það einnig dagur þar sem hin snauða alþýða fékk kosningarétt að einhverju leyti.

Fyrir ungt fólk, fátæka og konur hefur kosningaréttur ekki verið sjálfsagður hlutur. 1843 höfðu aðeins ríkustu karlmenn kosningarétt – eða um 2% landsmanna.  Jafnrétti var síðan náð með áföngum þannig að það var ekki fyrr en 1984 sem allir þeir sem skilgreindir eru sem fullorðnir – þ.e. 18 ára og eldri fá fullan kosningarétt án tillits til kyns eða stöðu í samfélaginu.

Höldum upp á daginn!

 – AFL Starfsgreinafélag

Iðnaðarmenn semja - verkfalli aflýst!

Í dag undirritaði Samiðn f.h. aðildarfélaga nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018.
Almennar launahækkanir eru í takt við gerða samninga SGS og LÍV sem undirritaðir voru 29. maí s.l. og voru samþykktir í dag með miklum meirihluta atkvæða. Almennar launahækkanir eru metnar á um 16% en þær eru breytilegar vegna launaþróunartryggingar.
Gerðar eru breytingar á kauptaxtakerfinu. Byrjunartaxti var færður upp í eins árs taxta, öðrum töxtum hliðrað upp en sjö ára taxti fellur út. Þannig hækka byrjunarlaun um rúm 15% strax, en um 30% á samningstímanum. Með breytingum á kauptaxtakerfinu er verið að færa taxtakerfið nær markaðslaunum en það er gert m.a til að draga úr félagslegum undirboðum.
Auk þessa voru gerða ýmsar lagfæringar á gildandi kjarasamningi.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla hefst í byrjun næstu viku og lýkur kl. 12:00 miðvikudaginn 15. júlí.

Sjá samninginn hér

Iðnaðarmenn í verkfall á mánudagskvöld

Samningaviðræður standa yfir í deilu iðnaðarmanna í Samiðn, þ.m.t. í Iðnaðarmannadeild AFLs Starfsgreinafélags og Samtaka Atvinnulífsins. Takist ekki samningar skellur á verkfall á miðnætti á mánudagskvöld.  Verkfallið á Austurlandi mun taka til allra iðnaðarmanna innan AFLs Starfsgreinafélags nema þeirra sem starfa hjá ALCOA Fjarðaál og undirverktökum ALCOA sem starfa á athafnasvæði verksmiðjunnar.

Birtar verða fréttir á heimasíðunni á mánudag um framvindu samningaviðræðna og undirbúning verkfalls - komi til þess.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli verkamannadeildar AFLs (SGS )og SA

Rafræn atkvæðagreiðsla verkamannadeildar félagsins um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins er hafin og  lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Kjörgögn með nánari upplýsingum eru að berast félagsmönnum.. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er á heimasíðu SGS. Félagsmönnum er einnig velkomið að greiða atkvæði með rafrænum hætti á skrifstofum AFLs  ef þeir þurfa aðstoð við að komast inn á aðganginn.

Merki StarfVIRK starfsendurhæfingasjóður Vertu á verði!