AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

Hér viljum við sjá
- samfélag fyrir alla.


 

AFL starfsgreinafélagAFL starfsgreinafélag
AFL Starfsgreinafélag - Kjaramál

Kjaramál

 

Kjaramál eru einn viðamesti þátturinn í starfsemi stéttarfélags, ásamt því að vera það málefni sem skiptir launafólk hvað mestu máli.

Lesa meira

AFL starfsgreinafélag - Sjúkrasjóður

Heilsa

 

Sjúkrasjóðurinn, starfræktur til að veita félagsmönnum fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra áfalla.

Lesa meira

AFL Starfsgreinafélag - Orlofssjóður

Orlof

 

Allt launafólk á rétt á orlofi samkvæmt lögum og kjarasamningum, ávinnur sér rétt frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

Lesa meira

AFL Starfsgreinafélag - Menntasjóðir

Menntun

 

Með aðild að AFLi eru félagsmenn aðilar að starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum.

Lesa meira

Samið við ríkið!

Félagsmenn AFLs sem vinna hjá ríkisstofnunum fá launahækkun frá og með 1. maí skv. samningi sem samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu í gær.  Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á hinum almenna markaði í vor. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann fyrsta júní árið 2016 hækka laun um 5,5% að lágmarki 15.000 krónur auk breytinga á launatöflu. Ári síðar hækka laun um 4,5% og 1. júní 2018 hækka laun um 3%. Samningurinn gildir til 31. mars árið 2019 og kemur þá til sérstök eingreiðsla 1. febrúar 2019 uppá 45.000 krónur fyrir starfsfólk í fullu starfi og hlutfallslega fyrir starfsfólk í hlutastarfi.  Lágmarkslaun eru hækkuð til samræmis við það sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði og verða 300.000 krónur frá 1. júní 2018 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun. Framlag í þróunar- og símenntunarsjóði verður hækkað í 0,82% auk þess sem aukið framlag verður sett í stofnanasamninga samkvæmt sérstakri bókun.

Um samninginn:

 • Kjarasamningurinn felur í sér verulegar launahækkanir við upphaf samnings þar sem að launataxtar hækka um 25.000 kr. eða að meðaltali um 9,78%.
 • Launataxtar hækka um 15.000 kr. Þann 1. maí 2016 auk leiðréttingar á launatöflu sem jafngildir 5,9% hækkun að meðaltali.
 • Þann 1. maí 2017 hækka launataxtar um 4,5%
 • Þann 1. maí 2018 hækka laun um 3%.
 • Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 45.000, miðað við þá sem eru í fullu starfi 1. janúar 2019 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
 • Lagðar verða til 30 milljónir árlega árin 2016 – 2018 til þess að samræma stofnanasamninga þar sem horft verður til þess að leiðrétta sérstaklega þá hópa sem eru með lægri röðun í launatöflu en aðrir sambærilegir hópar.
 • Framlag í fræðslusjóð eykst úr 0,67% í 0,82% sem er mjög jákvætt skref til þess að efla félagsmenn enn frekar í starfi.
 • Launataxtar fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum hækka um tæplega 34% á samningstímanum.
 • Tekjutryggingin hækkar um 86.000 kr. á samningstímanum og verður komin í 300.000 kr. l. maí 2018.
 • Orlofsuppbót hækkar um 21,5% á samningstímanum og fer í 42.000 kr. við upphaf samnings en verður komin í 48.000 kr. í lok samnings.
 • Desemberuppbót hækkar um tæplega 21% og fer í 78.000 kr. á árinu 2015 en 89.000 í lok samningstíma.

Samninginn í heild sinni má nálgast hér

Samningurinn verður á næstunni lagður fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins.  Félög sem veitt hafa Starfsgreinsambandinu umboð munu halda sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu. SGS hvetur alla félagsmenn á kjörskrá til að nýta atkvæðisrétt sinn og greiða atkvæði með samningnum.

Hjördís Þóra, formaður AFLs, segir að ánægja sé með að búið sé að ganga frá þessum samningi og að hann verði kynntur sem fyrst þeim félagsmönnum sem eftir honum starfa.

Hækkað verð orlofsíbúða í Reykjavík

Verð á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags hefur verið hækkað um ca 9% að meðaltali. Þrátt fyrir þessa hækkun - er leiguverð enn lægra en það var 2009 en félagið hefur ekki hækkað leigu síðan þá. Á tímabilinu voru þrif hins vegar sett inn í íbúðum í Reykjavík og eru innifalin í leiguverði. Tvö nýmæli eru einnig í verðskrá félagsins nú - í fyrsta lagi eru íbúðir verðlagðar eftir stærð - þ.e. 4ja herbergja íbúðir eru dýrari til leigu en 2ja herbergja og eins er leiguverð ekki endilega látið standa á heilu þúsundi eins og verið hefur.

Ástæða fyrir mismunandi verði íbúða er að reynt verður að beina notendum í þá íbúðastærð sem þeir þurfa - þannig að t.d. 4ra herbergja íbúðir verði þá lausar fyrir stærri fjölskyldur en skortur hefur verið á stærri íbúðum.  Verðlagning í heilum þúsundum er arfleifð frá þeim tíma sem félagsmenn komu á skrifstofur félagsins og greiddu með reiðufé. Í dag eru nánast allar leigur greiddar ýmist í heimabanka félagsmanns eða með korti á vef félagsins. Það þarf því ekki að standa á heilum þúsundum vegna skiptimyntar. En það hefur skapað óánægju að meðan verðlagt var í heilum þúsundum - voru hækkanir miklar þegar þær komu. Stefnt er að því að halda verði íbúðanna stöðugu og í samræmi við verðlagsþróun á næstunni.

Hækkun þessi tengist ekki fjárfestingum félagsins í Stakkholti - heldur var hún samþykkt upphaflega snemma árs 2013. Félagið frestaði hækkunum hins vegar til að sýna samstöðu í baráttu fyrir stöðugleika og gegn verðhækkunum.  Hallarekstur íbúðanna hefur hins vegar aukist í ár og til að rekstur íbúðanna komi ekki niður á öðrum þáttum í starfssemi orlofssjóðs er nauðsynlegt að leiguverð taki mið af almennri verðlagsþróun. Eins og áður segir nægir þessi hækkun ekki til að halda óbreyttu raunverði og var 2009. Engu að síður metur félagið að með tilliti til hagræðingar og hagkvæmni í rekstri dugi þessi hækkun til að afkoma íbúðanna verði viðunandi.

Upphafsgjald verður eftirleiðis frá kr. 4.206 - 4,498 (2ja - 4ra herbergja) og hver gistinótt verður kr. 3.215 - 3.363. (2ja - 4ra herbergja). Leigur sem voru frágengnar fyrir daginn í dag eru á óbreyttu verði.

Nýr samningur

Nýr samningur við Landssamband smábátaeigenda um ákvæðisvinnu, við línu og net hefur verið undirritaður sjá samninginn hér

Gæðakerfi einyrkja og undirverktaka

Frá 1. janúar 2015 verða allir iðnmeistarar að hafa gæðastjórnunarkerfi. Þetta námskeið er ætlað iðnmeisturum sem hafa sem undirverktaka og\eða einyrkjar í bygginga-og mannvirkjagerð. Markmið þess

Grunnskóla- starfsmenn í AFLi!

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna verður haldinn föstudaginn 11. september n.k. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði.
Dagskráin hefst kl. 10:00

10:00 –   Setning – Kristrún B. Gunnarsdóttir
10:15 –   Breytingar í orlofsmálum félagsins.
11:00 –   „Fátæk börn – að þekkja – skilja og aðstoða“.  Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi.
12:30 –    Hádegisverður 13:30 –    Kjaramál – samningur við sveitarfélögin - starfsmat. Hjördís Þóra, formaður AFLs.
14:00 –    Líkami og sál – Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari.
14:30 –    Kaffihlé.
15:00 –    Umræðuhópar
16:30 –    Hlé 17:30 –    Veitingar og dagskrárslit.

Dagskrá og nánari upplýsingar hjá félaginu. AFL sér um skipulag ferða, Skráning í  4700300 eða  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi miðvikudaginn 9. september

Merki StarfVIRK starfsendurhæfingasjóður Vertu á verði!