AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka!

Hér viljum við sjá
- samfélag fyrir alla.


 

AFL starfsgreinafélagAFL starfsgreinafélag
AFL Starfsgreinafélag - Kjaramál

Kjaramál

 

Kjaramál eru einn viðamesti þátturinn í starfsemi stéttarfélags, ásamt því að vera það málefni sem skiptir launafólk hvað mestu máli.

Lesa meira

AFL starfsgreinafélag - Sjúkrasjóður

Heilsa

 

Sjúkrasjóðurinn, starfræktur til að veita félagsmönnum fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra áfalla.

Lesa meira

AFL Starfsgreinafélag - Orlofssjóður

Orlof

 

Allt launafólk á rétt á orlofi samkvæmt lögum og kjarasamningum, ávinnur sér rétt frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

Lesa meira

AFL Starfsgreinafélag - Menntasjóðir

Menntun

 

Með aðild að AFLi eru félagsmenn aðilar að starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum.

Lesa meira

Grunnskóla- starfsmenn í AFLi!

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna verður haldinn föstudaginn 11. september n.k. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði.
Dagskráin hefst kl. 10:00

10:00 –   Setning – Kristrún B. Gunnarsdóttir
10:15 –   Breytingar í orlofsmálum félagsins.
11:00 –   „Fátæk börn – að þekkja – skilja og aðstoða“.  Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi.
12:30 –    Hádegisverður 13:30 –    Kjaramál – samningur við sveitarfélögin - starfsmat. Hjördís Þóra, formaður AFLs.
14:00 –    Líkami og sál – Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari.
14:30 –    Kaffihlé.
15:00 –    Umræðuhópar
16:30 –    Hlé 17:30 –    Veitingar og dagskrárslit.

Dagskrá og nánari upplýsingar hjá félaginu. AFL sér um skipulag ferða, Skráning í  4700300 eða  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi miðvikudaginn 9. september

Atkvæðagreiðsla hjá ALCOA Fjarðaál

Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um kjarasamning félagsins og RSÍ við Alcoa Fjarðaál.

Henni lýkur 17. ágúst kl. 10:00 og mun niðurstaða hennar liggja fyrir fljótlega uppúr því.

Iðnaðarmannadeild samþykkir kjarasamning

Iðnaðarmannadeild AFLs hefur samþykkt kjarasamninga sem deildin gerði í samfloti við Samiðn í júní. 60% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já, 35% nei og 5% voru auðir og ógildir. Kosningin var rafræn og félaginu hefur ekki borist fundargerð kjörstjórnar svo ekki liggja fyrir tölur um þátttöku.

Kjarasamningur RSÍ/AFLs við Alcoa samþykktur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ/AFLs við Alcoa Fjarðaál lauk kl. 10 í morgun og liggur niðurstaða fyrir úr henni.

Á kjörskrá voru 393 starfsmenn Alcoa og félagsmenn í RSÍ og AFLi en alls greiddu 180 atkvæði um samninginn eða 45,8%. Féllu atkvæði þannig:
Já sögðu 162 eða 90,0%
Nei sögðu 16 eða 8,9%
Auðir seðlar voru 2 eða 1,1%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur. Sjá kjarasamning

Kjarasamningur undirritaður við Alcoa Fjaraðaál.

Á föstudaginn var undirritaður nýr vinnustaðasamningur milli AFLs/RSÍ við Alcoa.
Samningurinn gildir frá 1 mars s.l. og er til 5 ára.
Kynningar og atkvæðagreiðsla um samninginn fara fram eftir verslunarmannahelgi. sjá hér

Frestun á samningaviðræðum við ríkið og við sveitarfélögin

Samninganefndir SGS hafa gengið frá samkomulagi við samninganefnd ríkisins annars vegar og hins vegar samninganefnd Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um frestun viðræðna. Í samkomulaginu er gengið frá því að það sem um semst í samningum sem undirritaðir verða fyrir 1. október mun gilda afturvirkt frá 1. maí síðastliðnum, eða frá þeim tíma þegar kjarasamningarnir runnu út. Vegna sumarleyfa samninganefnda óskuðu viðsemjendur SGS eftir frestuninni.

Merki StarfVIRK starfsendurhæfingasjóður Vertu á verði!