AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Umsóknarfrestur íbúða um jól og áramót 2011/2012

thumb_manatun_2-5Frestur til að sækja um íbúð yfir jól og áramót 2011/2012 rennur út 15. nóvember 2011,  úthlutun mun svo fara fram miðvikudaginn 16. nóv. Öllum umsóknum verður svarað.  Hægt er að sækja um á skrifstofum félagsins á þar til gerðum eyðublöðum, einnig er hægt að sækja um á vef félagsins sjá Umsóknareyðublað

Lokun húsa á Einarsstöðum

thumb_einarsstair_23Vegna hitaveituframkvæmda á Einarsstöðum er mikið jarðrask á svæðinu, af þeim sökum hefur útleigu sumarhúsa verið hætt um tíma. í kjölfar framkvæmdanna verður heitum potti komið fyrir við hvert hús. Áætlað er að verkinu ljúki á neðri hring í nóvember og hægt verði að leigja þau út fyrir jól, framkvæmdir verða á svæðinu í allan vetur. Verklok eru áætluð á vordögum.

Félagsfundur verkamannadeild AFLs

thumb_picture_030Almennur félagsfundir í verkamannadeild AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn á Hótel Framtíð Djúpavogi laugardaginn 1. október kl. 13:00

Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á þing SGS
2. Önnur mál

 AFL Starfsgreinafélag
 verkamannadeild

Tilmæli frá SGS vegna verkfalls

starfsgrStarfsgreinasamband Íslands hefur sent aðildarfélögum tilmæli um að félögin kynni félagsmönnum er starfa á leikskólum viðmiðunarreglur Kennarasambandsins vegna verkfalls leikskólakennara. AFL Starfsgreinafélag birti í gær helstu viðmiðanir og félagið er í góðu sambandi við félagsmenn sína á leikskólum og hefur beint því til félagsmanna að virða leiðbeiningar KÍ og verkfallsvarða. Hér að aftan fer erindi SGS til aðildarfélaga.

Lesa meira

Könnun um kjör og aðstæður/ happadrætti

I gangi er könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags og Einingar-Iðju, Capacent Gallup sér um framkvæmd könnunarinna. Búið er að senda bréf á þá 3.000 félagsmenn sem valdir voru handahófskennt úr félagaskrám þessara tveggja félaga. Þessa dagana eru starfsmenn Capacent Gallup að hringja í þessa félagsmenn og er það von okkar að þeir sem valdir voru til þátttöku gefi sér tíma til að svara þegar leitað verður til þeirra.

Lesa meira

Nýjar orlofsíbúðir AFLs afhentar

thumb_afl_3211_page_1Orlofssjóður AFLs Starfsgreinafélags stendur nú í stærstu einstöku fjárfestingu félagsins frá upphafi,  en verið er að afhenda orlofsíbúðir er félagið hefur keypt í Mánatúni 3 - 5 í Reykjavík - alls 12 íbúðir. Í staðinn voru 11 eldri íbúðir félagsins seldar.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi