AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vertu á verði!

thumb_vertuverdi– Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar
AFL Starfsgreinafélag og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar.
Sendu ábendingar um verðhækkanir á – http://www.vertuaverdi.is/
Á heimasíðu átaksins geta allir sent inn ábendingar um verðhækkanir á fljótlegan og einfaldan hátt. Þannig getum við sameiginlega skapað mikilvægt aðhald, meðvitund og umræðu um verðlagsmál.

Lesa meira

Páskaúthlutun 2013

orlofshusUmsóknarfrestur vegna páskaúthlutunar orlofshúsa félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum og Klifabotni í Lóni er til kl. 16:00  þann 28. febrúar, úthlutun fer fram þann 5. mars kl. 17:00. Umsóknareyðublað

Kjarasamningum ekki sagt upp.

Undirritað var á mánudaginn samkomulag milli ASÍ og SA um endurskoðun kjarasamninga. Það felur í sér að samningstíminn verður styttur um tvo mánuði og renna því gildandi samningar út í lok nóvember á þessu ári. Samningurinn heldur gildi sínu og launahækkun upp á 11.000 krónur til taxtavinnufólks og 3,25% til yfirborgaðra hópa koma því til framkvæmda þann 1. febrúar nk.
Önnur ákvæði í samkomulaginu er mótun atvinnustefnu, mótun stefnu í gengis og verðlagsmálum og aukin framlög atvinnurekenda i starfsmenntasjóði. Þetta gildir fyrir félagmenn sem starfa á almenna markaðnum, verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarmenn.

Ekki hefur verið samið um styttingu á samningstíma þeirra sem starfa hjá Ríkinu né hjá sveitarfélögunum.

Lesa meira

Vinnumiðlun og vinnumarkaðsúrræði

thumb_atvinnuleitendurFrá 1. júní 2012 tók AFL Starfsgreinafélag yfir þjónustu við þá atvinnuleitendur á Austurlandi sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ.

Nokkur stéttarfélög á Austurlandi, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eru aðilar að þriggja ára tilraunaverkefni sem tekur við hlutverki vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða af Vinnumálastofnun fyrir félagsmenn þeirra sem eru atvinnuleitendur. Tilraunaverkefnið er skipulagt af Starf-vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), sem er félag sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnsettu til að halda utan um verkefnið og annast faglega stýringu þess. Sérstakir atvinnuráðgjafar á vegum STARF hafa verið ráðnir af stéttarfélögunum til að annast þjónustuna.

Lesa meira

Átak í nýráðningum atvinnuleitenda.

thumb_lidsstLiðsstyrkur er átaksverkefni Samtaka atvinnulífsins, stéttarfélaga, sveitarfélaga og ríkisins. Markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á einstaklingum sem hafa verið lengi án vinnu með niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra starfa. Með því skapast ný tækifæri bæði fyrir atvinnulífið og þá einstaklinga sem í hlut eiga sem með þessu fá tækifæri til innkomu á vinnumarkað að nýju. Ráðningarferlið er einfalt og skilyrði fyrir styrkveitingu skýr. Nánari upplýsingar á Lidsstyrkur.is Einnig geta áhugasamir haft samband við Karen eða Erlu hjá AFLi í síma 4700300

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi