AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

STARF

 thumb_starfÞann 10. febrúar 2012 var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar (VMST), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um að efna til þriggja ára tilraunaverkefnis sem hefur það markmið að efla vinnumiðlun og stuðla að virkari vinnumarkaðsaðgerðum, sem jafnframt auki líkur atvinnuleitenda á því að fá störf á vinnumarkaði að nýju. 

Lesa meira

Trúnaðarmannanámskeið

thumb_hpmynd_1Trúnaðarmannanámskeið I, 2. þrep verður haldið dagana 13. og 14. nóvember. Þátttakendur koma af öllu starfssvæði félagsins og eru skráðir 25 trúnaðarmenn á námskeiðið. Óhætt er að fullyrða að þarna er um afar fróðlegt námsefni þar sem farið verður yfir lestur launaseðla, launaútreikning og samskipti á vinnustað. Námskeiðið verður að þessu sinni haldið að Hótel Staðarborg í Breiðdal.

Lesa meira

Félagsskírteinin eru lyklar

thumb_felagsskAFL Starfsgreinafélag er að undirbúa að setja nýjan orlofsvef félagsins í gang - þar sem bókun, greiðsla og afhending lykla verður sjálfvirkt ferli sem félagsmenn stjórna sjálfir úr einkatölvum sínum. Sem fyrsti liður í innleiðingu þessa kerfis hafa lyklabox nú verið fjarlægð úr orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík og eru félagsskírteini nú virkjuð sem lyklar að íbúðunum.

Lesa meira

Jól og Áramót umsóknarfrestur

thumb_grenilundur2stofaUmsóknir um íbúðir fyrir jóla og áramótatímabilið þurfa að hafa borist til okkar fyrir 31.október n.k. Úthlutun fer fram 2. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað og stefnt er að því að svör hafi borist umsækjendum fyrir miðjan nóvember.
umsóknareyðublað

Lesa meira

Vinnuverndarvikan 2012-2013

allir_vinna_ny_myndÁrlega er haldin Evrópsk vinnuverndarvika undir forystu Evrópsku vinnuverndar-stofnunarinnar og nú er vikan dagana 22.-26. október .Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi.
Yfirskrift Evrópsku vinnuverndarvikunnar árin 2012 og 2013 er Vinnuvernd – allir vinna og er megináherslan lögð á sameiginlega ábyrgð stjórnenda og starfsmanna á vinnuvernd. Beinist herferðin aðallega að tveimur þáttum:

Lesa meira

Heilsa og lífsstíll

thumb_lifsstillAfl býður félagsmönnum sínum á námskeiðið Heilsa og lífstíll og enn eru nokkur pláss laus. Markmið námskeiðsins er að stuðla að heilsusamlegum lífstíl með fræðslu um hollt fæði, hreyfingu og heilbrigði. Hvernig byrjum við að hreyfa okkur? Hvernig breytum við mataræði? Hvernig látum við hreyfingu og hollt mataræði verða hluta af daglegu lífi? Fjallað er um hreyfingu og hvernig virkni eykur andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Námskeiðið er í tíu skipti,

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi