AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Viðhorf félagsmanna kannað

Capacent Gallup framkvæmdi í nóvember umfangsmikla viðhorfskönnun meðal félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags líkt og gert var 2011. Könnunin var gerð í samvinnu við Einingu Iðju á Akureyri og er í stórum dráttum byggð á svipuðum grunni og Flóabandalagsfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa látið vinna síðustu ár.

Lesa meira

AFL varar við löngum samningi

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags telur að þrátt fyrir að forsendur almenns kjarasamnings félagsins við SA séu brostnar í veigamiklum atriðum, sé ekki staða til að segja upp samningum að sinni. Félagið varar við því að gerðir verði kjarasamningar til lengri tíma - með endurskoðunarákvæðum - í ljósi reynslu af yfirstandandi samningstímabili.

Um 40 fulltrúar samninganefndarinnar mættu til fundar í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 á Reyðarfirði í gærkvöld og samþykkti eftirfarandi ályktun:

Lesa meira

Fyrirlestrar um staðbundið veðurfar

Dagana 11. og 12. janúar mun Austurbrú standa fyrir erindum um staðbundið veðurfar á Austurlandi. Fyrirlesari er Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, en hann hefur heimsótt bæi og þorp víða um land og rætt við heimamenn um hinar stóru breytur sem áhrif hafa á staðbundið veðurfar

Lesa meira

Orlofskerfi

thumb_orlofsvefurÁkveðið hefur verið að fresta innleiðingu á nýjum orlofsvef AFLs Starfsgreinafélags fram í janúar. Ástæða seinkunarinnar er að þrátt fyrir að kerfið virki mjög vel að flestu leyti – komu ákveðnir gallar í ljós við prófanir. Ekki hefur tekist ennþá að lagfæra þessa galla  - sem lýsa sér aðallega í að ákveðinn hluti bakvinnslunnar er hægvirkari en við teljum æskilegt.  Við viljum taka fram að ekki er ástæða til að kenna forriturum okkar um seinkunina – þar sem þeir vöruðu við innleiðingu á sínum tíma og töldu kerfið ekki nægilega prófað. Í ljós kom að þeir höfðu rétt fyrir sér.
Við biðjum félagsmenn afsökunar á þessu bráðlæti í okkur – að kynna kerfið til notkunar áður en tímabært var. Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár. Verkefnisstjórn Orlofskerfis AFLs Starfsgreinafélags.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi