AFL starfsgreinafélag

Hvernig sæki ég um?

Til þess að sækja um atvinnuleysisbætur þarf að fara á vef Vinnumálastofnunar og velja flipa nýskráning og stofna notanda, þar er fyllt inn í fromið og smellt á skrá notanda.

þá er farið í tölvupóstfangið sen gefið var upp á nýskráningarforminu en þar bíður notandans slóð. þegar slóðin hefur verið valin er farið í persónuupplýsingar og síðan atvinnuumsókn og haldið áfram að fylla út í 12 skrefum þær upplýsingar sem beðið er um. Hægt er að taka sér hlé hvenær sem er með því að ýta á „hætta“ og vistast þá þær upplýsingar sem þegar er búið að setja inn.  Til að halda áfram síðar þarf bara að innskrá sig á ný með kennitölu og lykilorði.

Mikilvægt er að velja sitt stéttarfélag svo menn viðhaldi réttindum sínum í sínu félagi.

Senda þarf vinnuveitendavottorð frá vinnuveitendum síðustu þriggja ára.  Hægt að senda beint á Vinnumálastofnun Miðási 1, 700 Egilsstaðir, í faxi. 4712287 eða koma með það á næstu skrifstofu AFLs.

Skrifa þarf undir Staðfestingu á rafrænni umsókn, samþykki og undirskrift, á næstu skrifstofu AFLs.

Í hverri valmynd í umsókn birtast upplýsingar um hvort og þá hvaða vottorðum eða fylgigögnum þarf að skila inn með umsókn um atvinnuleysisbætur í tengslum við það sem um er spurt á þeirri valmynd.

Þessar upplýsingar eru jafnframt teknar saman í lokin þegar útfyllingu er lokið og þá er gott að prenta þær út eða skrá hjá sér.  Mikilvægt er að útvega þau vottorð og fylgigögn sem beðið er um sem fyrst því Greiðslustofa tekur umsóknir ekki til umfjöllunar fyrr en öll gögn hafa borist.

Gangi þér vel !