AFL starfsgreinafélag

Námskeið og ófærð

Fimmtán félagar í AFLi sitja nú bræðslunámskeið á Breiðdalsvík. Leiðbeinandi á námskeiðið sat veðurtepptur í Reykjavík í kvöld en kemur með fyrstu vél austur. Staðgengill var fundinn til að hlaupa í skarðið á meðan.

Czytaj dalej

Fundað með ALCOA

Fulltrúar AFLs og trúnaðarmenn hjá ALCOA Fjarðaál ásamt fulltrúum Rafiðnaðarsambands Íslands og trúnaðarmönnum héldu fund með forsvarsmönnum ALCOA Fjarðaál í gær þar sem farið var yfir uppsagnir tveggja starfsmanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu.

Czytaj dalej

Formannafundur Sjómannasambandsins

Formenn AFLs

 

 

 

 

 

 

 

Fulltrúar AFLs  Stephen Johnson, Björgvin Erlendsson og Sverrir M. Albertsson á formannafundi sjómannasambandsins sem haldinn var 26 og 27 okt.

Björgvin var kjörinn formaður Sjómannadeildar AFLs á stofnfundi félagsins í apríl sl. Stephen var formaður Sjómannadeildar Vökuls fyrir sameiningu félaganna og Sverrir er starfsmaður AFLs. Stofnfundur Sjómannadeildarinnar er fyrirhugaður næstu vikurnar.

Czytaj dalej

Formenn af landsbyggðinni funda!

Formenn af landsbyggðinni

 

 

 

 

 

 

 

Formennn og framkvæmdastjórn SGS fundaði í gær vegna undirbúnings komandi kjarasamninga. Að loknum fundi framkæmdastjórnar komu formenn landsbyggðafélaga SGS saman til skrafs og ráðagerða.

Czytaj dalej

Kröfugerð í mótun - markmið skýr!

SGSFramkvæmdastjórn SGS og formenn aðildarfélaga sambandsins, annarra en flóafélaganna komu saman til fundar í dag og gengu frá meginmarkmiðum samninganefndar SGS, þ.e. landsbyggðarfélaganna, vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins.

Czytaj dalej

Lettarnir farnir heim

Uldis Peterson komst tímanlega í brúðkaup sonar síns, hann sendi okkur þessar gullfallegu mynd.

Uldis og Ligita            Edijs og Kristine
Hjónin Ulnis og Ligita   Sonur þeirra Edijs og konan hans Kristine

Yfirlit frá lífeyrissjóðnum.

Félagsmenn fengu nú í vikunni sent yfirlit yfir greiðslur til lífeyrissjóðsins Stapa.
Mikilvægt er að borin séu saman afregin iðgjöld á launaseðlum við þær greiðslur sem skilað er til sjóðsins. Iðgjöld til lífeyrissjóðs eru 12% af launum og geri launamaður ekki athugasemd til sjóðsins innan tilskilins frest á hann á hættu að glata þeim réttingum sem greiðslurnar ávinna.