AFL starfsgreinafélag

Framkvæmdastjórn SGS

thumb_picture_030Fulltrúar AFLs á 1. þingi Starfsgreinasambands Íslands - en ákveðið var að hætta ársfundum og taka upp þing á 2ja ára fresti í staðinn. Úr stjórn gengu Guðmundur Þ. Jónsson, Reykjavík, Hjördís Baldursdóttir, Reykjavík, Pétur Sigurðsson, Vestfjörðum, Sveinn Hálfdánarson, Vesturlandi. Voru þeim færð blóm og þakkir fyrir vel unnin störf.

 

Nýkjörin framkvæmdastjórn SGS:
Formaður: Kristján Gunnarsson, VSFK 
Varaformaður: Björn Snæbjörnsson, Eining-Iðja

Flutninga-,bygginga- og mannvirkjasvið
Sviðsstjóri: Már Guðnason, Vlf.Suðurlands
Varamaður: Þorsteinn Kristjánsson, Efling-stéttarfélag

Matvælasvið
Sviðsstjóri: Aðalsteinn Á. Baldursson, Vlf.Húsavíkur    
Varamaður: Anna Júlíusdóttir, Eining-Iðja

Iðnaðarsvið
Sviðsstjóri:  Sverrir Albertsson, AFL Starfsgreinafélag
Varamaður: Sigurey Agatha Ólafsdóttir, Efling-stéttarfélag

Þjónustusvið
Sviðsstjóri:  Guðjón Arngrímsson, VSFK                      
Varamaður: Baldur Jónsson, Stéttarfélag Vesturlands

Svið starfsmanna ríkis og sveitarfélaga
Sviðsstjóri: Signý Jóhannesdóttir, Vlf. Vaka                 
Varamaður: Sigurrós Kristinsdóttir, Efling-stéttarfélag

Meðstjórnendur
Finnbogi Sveinbjörnsson, Vlf. Vestfirðinga
Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir, AFL Starfsgreinafélag
Kolbeinn Gunnarsson, Vlf. Hlíf 
Sigurður Bessason, Efling-stéttarfélag 
Ásgerður Pálsdóttir, Stéttarfélagið Samstaða
Vilhjálmur Birgisson, Vlf. Akraness

Varamenn
1. Ragna Larsen, Báran Stéttarfélag                
2. Linda Baldursdóttir, Vlf. Hlíf
3. Matthildur Sigurjónsdóttir, Eining-Iðja
4. Þórarinn Sverrisson, Aldan Stéttarfélag
5. Arnar Hjaltalín, Drífandi Stéttarfélag
6. Guðrún Fríða Pálsdóttir, Vlf. Snæfellsbæjar

Endurskoðendur
Fanney Friðriksdóttir, Efling-stéttarfélag                       
Sigurður T. Sigurðsson, Vlf.Hlíf 
Varamaður: Benoný Benediktsson, Vlf.Grindavíkur

Taka slaginn með AFLi!

thomas_og_lettarLettnesku félagar AFLs sem unnið hafa hjá GT verktökum, eða skúffufyrirtæki þeirra, Nordic Construction SIA, dvelja á Gistiheimilinu Egilsstöðum í skjóli AFLs og eru í fæði á ESSÓ skálanum. Hér eru þeir með rússnesku-og pólsku túlk AFLs, Thomasi Wojtowicz, (lengst til vinstri)  á góðir stund í dag.

Czytaj dalej

Ofurseld græðginni: Brjóta lög og samninga?

AFL Starfsgreinafélag hefur fyrir hönd Lettneskra félagsmanna sinna kært GT verktaka til lögreglu og hafið undirbúning innheimtumála vegna 13 starfsmanna fyrirtækisins. Ásakanir starfsmannanna á hendur fyrirtækinu eru þær alvarlegustu sem AFL hefur fjallað um og fela í sér ásakanir um þvinganir og tilbúin skjöl til að fela brot á kjarasamningum. Hér á eftir fer yfirlýsing formanns AFLs og framkvæmdastjóra vegna málsins.

Czytaj dalej

Góðu þingi SGS lokið - glæsilegur hópur þingfulltrúa AFLs

 ingfulltrar__2

 

1. þingi SGS lauk í dag og átti AFL Starfsgreinafélag 16 fulltrúa á þinginu. Á heimasíðu Starfsgreinasambandsins www.sgs.is má sjá ályktanir þingsins. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs var kjörin í framkvæmdastjórn SGS og Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs var kosinn formaður Iðnaðarsviðs SGS og þar með í framkvæmdastjórn SGS einnig.

Þingfulltrúar alls staðar af landinu fylgdust með fréttum af málefnum Lettneskra starfsmanna GT er leituðu til AFLs og veittu tillögu fulltrúa AFLs um áskorun til félagsmálaráðherra um rannsókn á málinu, fylgi með dynjandi lófataki.

GT óskar rannsóknar - gott mál segir AFL

Í dag sendi fyrirtækið GT verktakar út fréttatilkynningar þar sem AFL Starfsgreinafélag er sagt hafa vænt tvo einstaklinga, starfsmenn GT, um fjárdrátt. Undirritaður, framkvæmdastjóri AFLs kannast ekki við að félagið hafi vænt nokkra einstaklinga um fjárdrátt  -  en forráðamenn GT vita ef til vill best hvað varð um þann mun greiddra launa og reiknaðra samkvæmt launaseðlum, sem starfsmenn fyrirtækisins segja hafa vantað í launaumslög sín.

Czytaj dalej

Þing SGS skorar á Jóhönnu

Á meðan þing SGS stendur í Reykjavík dvelja 13 Letta í skjóli AFLs á Egilsstöðum eins og fram hefur komið fram í fréttum. Í gær bárust þær fréttir inn á þing SGS að lögreglan vildi ekki taka skýrslur af mönnunum þrátt fyrir ásakanir um að þeir hefðu með þvingunum og hótunum verið látnir kvitta fyrir mun hærri launum en greidd voru. Skýring lögreglu ku hafa verið að refsiákvæði vantaði í lög um atvinnuréttindi erlendra starfsmanna.

Af þessum sökum leituðu fulltrúar AFLs til félaga sinna á þinginu og meðfylgjandi áskorun var samþykkt.

Czytaj dalej

Hnattvæðing - kjaramál

„Leiðréttum misréttið" er yfirskrift þings SGS sem hefst seinnipartinn í dag á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Viðfangsefni þingsins verða kjaramál í ljósi komandi kjarasamninga en einnig verður fjallað um fyrirhugaðar breytingar á veikinda-, slysa- og örorkurétti. Málþing um hnattvæðingu ofl. 

Czytaj dalej