AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Krefjumst réttlætis

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags – launafólk
Nú stefnir í harðari aðgerðir á vinnumarkaði en verið hafa undanfarna áratugi. Miðað við stöðu í kjaraviðræðum virðist stefna í að félagið muni bera verkfallsboðanir undir félagsmenn í almennri atkvæðagreiðslu.

  • Verkfall er þegar hópur launafólks með aðild stéttarfélags sameinast um að leggja niður störf, að einhverju eða öllu leyti, í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði, til bættra kjara eða verndar rétti sínum. Verkfall getur falist í því að allir leggi niður öll störf frá tilteknum tíma, að hluti hópsins leggi niður vinnu frá tilteknum tíma, að öll vinna leggist niður tiltekna daga, að engin yfirvinna sé unnin, að vinna sé ekki innt af hendi um helgar, að tilteknir þættir starfsins séu ekki unnir, en öll önnur vinna með eðlilegum hætti.

Samningar almenns launafólks í desember 2013 lögðu grunn að stöðugleika og lítilli verðbólgu á liðnu ári en kjarasamningar sem gerðir hafa verið síðan bera með sér að aðrir hópar sækja sér miklu meiri hækkanir á meðan allir njóta árangurs hófstilltra samninga ASÍ félaganna.
Almennt launafólk ætlar ekki að sitja eftir og horfa á aðra hirða árangurinn án þess að leggja neitt af mörkum.

Kröfur okkar eru því réttlátar. Verkföll eru nauðvörn okkar.

Við enduruppbyggingu samfélagsins krefjumst við þess eins – að hér verði samfélag fyrir alla.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi