AFL starfsgreinafélag

Orlofsmál

Allt launafólk á rétt á orlofi samkvæmt lögum og kjarasamningum. Starfsmaður ávinnur sér rétt til orlofs með vinnu fyrir atvinnurekanda á svokölluðu orlofsári, sem er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið. Lágmarksorlof er tveir orlofsdagar fyrir hvern unninn mánuð.

Orlofslaun eru greidd fyrir í samræmi við áunninn rétt til orlofs á árinu og reiknast á hverja launagreiðslu, þannig að af heildarlaunum reiknast orlofslaunahlutfall viðkomandi starfsmanns, að lágmarki 10,17%.

Með hækkandi starfsaldri ávinna starfsmenn sér rétt til hærra hlutfalls og fleiri frídaga.


Orlofsuppbótin

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarsamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra. Orlofsuppbótin er mishá eftir kjarasamningum.


Orlofshús og íbúðir

AFL á og rekur orlofshús og orlofsíbúðir víðsvegjar um landið. Til að skoða þær nánar og/eða bóka sjá orlofsvef félagsins

AFL Orlofsvefur 2013Ef símanúmerið þitt eða netfang er ekki þekkt í félagakerfinu - þarftu að hafa samband við skrifstofur félagsins og láta skrá þessar upplýsingar svo þú getir skráð þig inn á innri vef félagsins (orlofsvef), séð þín réttindi og bókað íbúð.

Ef upplýsingar vantar eða óskað er frekari upplýsinga er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. hafa samband í síma 4700300 eða kíkja við á næstu skrifstofu félagsins.