AFL starfsgreinafélag

Afslættir

Félagið mun eins og að undanförnu bjóða upp á sumarbústaði víðsvegar um landið fyrir félagsmenn sína, sjá Orlofsmál bóka orlofseign og orlofsbækling
Heimilisdýr eru almennt ekki leyfð í húsunum né á svæðunum.
Félagsmenn þurfa að sækja um sumarbústaði sem leigðir eru út yfir sumarmánuðina fyrir auglýstan tíma, úthlutað er samkvæmt úthlutunarreglum AFLs                                             


Aðrar niðurgreiðslur sem er í boði, einungis ætlað félagsmönnum:


Hótel Edda.
Gerður var samningur við Eddu hótelin um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs, eða undir mínar síður - vefverslun, félagsmaður fær gistiávísunina senda á skráð netfang að greiðslu lokinni.
Bóka þarf gistingu símleiðis á viðkomandi Edduhóteli og tilgreina að greitt verði með gistiávísun, ekki bókanlegt á netinu.
Sjá nánar um Edduhótela


Fosshótel.
Gerður var samningur við Fosshótel um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs eða á vef félagsins undir mínar síður -vefverslun, félagsmaðurinn þarf sjálfur að bóka gistingu á viðkomandi hóteli og tilgreina að greitt verði með gistiávísun. Ekki bókanlegt á netinu.

Sjá nánar um Fosshótel


Bed & Breakfast, Keflavik Airport ( Gistihús Keflavíkur).
Gerður var samningur við Gistihús Keflavíkur um gistingu fyrir þá sem eru á leið erlendis. Síma +354 4265000, gsm. 354 8992570. póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sýna þarf félagsskirteini á staðnum, ekki þarf að taka með sér gistiávísun frá stéttarfélaginu.

Verðtafla 2020

2020 Verd bb

Innifalið í þessum verðum: Morgunverður, flugvallarskutla fyrir einstaklingsbókanir, VSK og Gistináttagjald

Afbókunar-/No ​ ​Show-skilmálar: ​ ​48 ​ ​klst. ​ ​Rukkað ​ ​er ​ ​fyrir ​ ​1 ​ ​nótt.
Barnaskilmálar: ​ ​6 ​ ​ára ​ ​og ​ ​yngri ​ ​gista ​ ​frítt ​ ​ef ​ ​þau ​ ​deila ​ ​rúmi ​ ​með ​ ​forráðamönnum. ​ ​Gildir ​ ​einnig ​ ​um morgunverð.
Aukarúm: ​ ​Rimlarúm​ ​eru ​ ​í ​ ​boði, ​ ​gestum ​ ​að ​ ​kostnaðarlausu. ​ ​Ekki ​ ​er ​ ​hægt ​ ​að ​ ​bæta ​ ​við fullorðinsrúmum ​ ​á ​ ​herbergjum ​ ​hótelsins.
Hópar: ​ ​​Ef ​ ​bókaður ​ ​herbergjafjöldi ​ ​er ​ ​10 ​ ​eða ​ ​fleiri, ​ ​flokkast ​ ​það ​ ​sem ​ ​hópabókun. ​ ​​Sérstaklega ​ ​er samið ​ ​um ​ ​hópaverð ​ ​hverju ​ ​sinni ​ ​og ​ ​gilda ​ ​aðrir ​ ​skilmálar ​ ​um ​ ​þá.


Keahotels. 
Samningur er við Keahotel um gistingu, um er að ræða gistingu á Hótel Kea Akureyri, Hótel Gígur Mývatnssveit, Skuggi Hotel, Reykjavík Light og Storm Hotel. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs eða á heimasíðu félagsins undir mínar síður - vefverslun, gistiávísunin er send á skráð netfang að greiðslu lokinni. Félagsmaður þarf sjálfur að bóka gistinguna í síma: 460-2000, og taka þarf fram að greitt verði með gistiávísun. Ekki bókanlegt á netinu.

Morgunverður af hlaðborði innifalinn á öllum hótelum Keahotela
Sjá nánar um Keahotels


 

Samningur er við Lambinn um ódýra gistingu í Eyjafirði. Hægt er að kaupa gistiávísun undir - mínar síður - vefverslun, eða á næstu skrifstofu AFLs. Félagsmaður fær gistiávísunina senda á skráð netfang að greiðslu lokinni, félagsmaður bókar sjálfur gistingu á Lambinn, tilgreina þarf að greitt verði með gistiávísun. Lambinn býður upp á þrjú herbergi með aðstöðu fyrir hunda sumarið 2020.

Sjá nánar um Lambinn


Fellihýsi/tjaldvagnar.
Félagið niðurgreiðir leigu á fellihýsum og tjaldvögnum til félagsmanna, um kr. 10.000.- gegn framvísun á löglegri kvittun frá leigusala.


Veiðikort
Eru niðurgreidd til félagsmanna, hægt er að fá þau á næstu skrifstofu AFLs eða á vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent heim, sjá nánar um Veiðikortið


Útilegukort. 
Félagið niðurgreiðir útilegukort til félagsmanna og er þau seld á næstu skrifstofu AFLs. Hægt er að kaupa Útilegukort í vefverslun AFLs undir  mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent. Útilegukortið er ætlað til nota á tjaldstæðum víðsvegar um landið, sjá nánar um Útilegukortið


Flugmiðar. 
Samkomulag er við Flugfélagið Erni um ódýr flugfargjöld  fyrir félagsmenn milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Hægt er að versla flugkóða undir mínar síður - vefverslun, eða á næstu skrifstofu AFLs, kóðinn er sendur á skráð netfang að greiðslu lokinni. Kóðinn ásamt kennitölu félagsmanns þurfa að koma fram við bókun hjá flugfélaginu Ernir. Athygli er vakin á því að sýna þarf félagsskírteini AFLs við innritun í flug.


Jarðböðin við Mývatn.
Félagsmenn í AFLi og fjölskyldur þeirra fá 15% afslátt af aðgangseyri (ekki veitingum). Sjá nánar um Jarðböðin