AFL starfsgreinafélag

Kjaramál

Kjaramál eru einn viðamesti þátturinn í starfsemi stéttarfélags, ásamt því að vera það málefni sem skiptir launafólk hvað mestu máli.


AFL Starfsgreinafélag er aðili að fjölmörgum aðalkjarasamningum sem samið hefur verið um á vegum landssambandanna, auk þess sem félagið hefur gert marga sérsamninga. Flestir félagsmenn eru ráðnir eftir kjarasamningum í viðkomandi starfsgrein, t.d. á almenna vinnumarkaðnum, en starfsmenn ríkis og sveitarfélaga eftir samningum við, annars vegar Ríkið og hins vegar Launanefnd sveitarfélaga.


Sjómenn taka rétt eftir samningi við LÍU, oftast nefndur sjómannasamningur, en sá samningur er mismunandi á félagsvæðinu, annars vegar samningur við útvegsmannafélag Austfjarða og hins vegar útvegsmannafélag Hornafjarðar, sem hafnaði viðræðum við félagið um samræmdan samning fyrir nokkrum árum.


Til að átta sig á réttindum samkvæmt kjarasamningi þarf félagsmaður því að vita eftir hvaða kjarasamningi hann er ráðinn. Í ráðningarsamningi starfsmanns eiga þessar upplýsingar að koma fram, en réttindi eru mismunandi eftir kjarasamningum.


Hér á síðunni er aðgangur að þeim kjarasamningum sem gilda fyrir félagsmenn. Einnig er unnt að afla upplýsinga hjá starfsmönnum félagsins og með því að senda okkur fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.