AFL starfsgreinafélag

Fæðingarorlof - Dvalarstyrkur

Faeding Styrkur

Í lögum  nr. 144 29. desember 2020. um fæðngarorlof og kjarasamningum er m.a. kveðið á um að:

Fæðingar- og foreldraorlof er leyfi frá launuðum störfum sem stofnast til við fæðingu barns, frumættleiðingu barns sem er yngra en átta ára og töku barns sem er yngra en átta ára í varanlegt fóstur. Auk þess stofnast til fæðingarorlofs samkvæmt lögum þessum við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu eða andvanafæðingu eftir 22 vikna meðgöngu.


Foreldri öðlast rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eftir að hafa verið í samfelldu starfi á innlendum vinnumarkaði í sex mánuði fyrir fæðingardag barns eða fyrir þann tíma þegar barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur sem og frá þeim degi þegar andvanafæðing eða fósturlát á sér stað, sbr. 2. og 4. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 11. gr., og getur því verið um að ræða tímabil sem afmarkast ekki af heilum almanaksmánuðum.


Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar barns eða töku barns í varanlegt fóstur. Þrátt fyrir framangreint er foreldri heimilt að framselja sex vikur af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins. Þrátt fyrir að réttur foreldris til fæðingarorlofs stofnist við fæðingu barns, sbr. 3. gr., er foreldri heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði ljósmóður, og skal sá tími teljast hluti af sjálfstæðum rétti þess foreldris til fæðingarorlofs. Réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar barns fellur niður er barnið nær 24 mánaða aldri.


Ef öryggi og heilbrigði barnshafandi foreldris sem er starfsmaður skv. 4. tölul. 4. gr., foreldris sem hefur nýlega fætt barn eða foreldris sem er með barn á brjósti er í hættu samkvæmt sérstöku mati skal vinnuveitandi gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi foreldrisins með því að breyta tímabundið vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma þess. Ef því verður ekki við komið af tæknilegum eða öðrum gildum ástæðum skal vinnuveitandi fela foreldrinu önnur verkefni en að öðrum kosti veita því leyfi frá störfum þann tíma sem nauðsynlegt er til að vernda öryggi þess og heilbrigði og skal foreldrið eiga rétt á lengingu fæðingarorlofs og greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði þann tíma sem um ræðir, sbr. 3. mgr. sjá lögin


 Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og atvinnuleysisbóta. Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda


Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.


Fjarvistir vegna fæðingarorlofs eða þegar kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma. Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. 

Sama gildir ef kona þarf að öryggisásæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.


Óheimilt er að segja upp þungaðri konu og foreldrum í fæðingarorlofi.  Forsendur þess að njóta réttinda þungaðra kvenna er að þungunin hafi verið tilkynnt til atvinnurekanda.  Við uppsagnir skal gæta ákvæða laga sem takmarka frjálsan uppsagnarrétt vinnuveitanda, m.a. ákvæða um trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn, barnshafandi konur og foreldra í fæðingarorlofi, starfsmenn sem tilkynnt hafa um fæðingar- og foreldraorlof og starfsmenn sem bera fjölskylduábyrgð. 


Dvalarstyrkur er fjárstyrkur til barnshafandi foreldris sem er nauðsynlegt að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns, svo sem vegna fjarlægðar, færðar, óveðurs, verkfalls eða áhættumeðgöngu. Styrkurinn er greiddur eftir á sjá nánar og umsókn hér


Barneignarstyrkur hjá AFLi sjá styrkir - hægt að sækja um undi mínar síður. Vegna fæðingar barns/barna og vegna ættleiðingar barns/barna 12 ára og yngri. Við andavana fæðingar og fósturlát ef fóstur er 18 vikna eða eldra – greiðist hálfur barneignarstyrkur. Með umsókninn þarf að fylgja fæðingarvottorð barns/barna úr þjóðskrá. 


Um fæðingar- og foreldraorlof fer skv.  Lög um fæðingarorlof

Upplýsingar ASÍ um fæðingar- og foreldraorlof á vef ASÍ

Umsóknareyðublöð og upplýsingar um fæðingar - og foreldraorlof á vef Vinnumálastofnunar.