AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fullbókað í orlofsíbúðir og hús AFLs

Síðustu vikurnar hefur verið fullbókað í allar íbúðir AFLs og orlofshús.  Eitthvað hefur verið um afbókanir síðustu daga vegna aukningar í Covid smitum - en starfsmenn félagsins hafa þá leitað í biðlista og eignir hafa þá leigst út samstundis.

Sumarið hefur gengið vonum framar og félagsmenn hafa almennt verið ánægðir með orlofskostina sem í boði eru.  Metaðsókn var að sumarhúsum AFLs og bárust rúmlega 900 umsóknir um tæplega 300 orlofsvikur á 9 orlofssvæðum.  Eru þá íbúðir félagsins á Akueyri og í Reykjavík ekki taldar með.

 

Hjördís endurkjörinn formaður AFLs

HjordisVefÁ aðalfundi AFLs Starfsgreinafélags í gær var Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir endurkjörinn formaður AFLs.  Hjördís hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess 2007 en var áður formaður Vökuls Stéttarfélags sem var eitt stofnfélaga AFLs.

Auk hennar var kosið um sæti þriggja stjórnarmanna í aðalstjórn og fjögurra varamanna.  Kosningu í aðalstjórn hlutu Auður Ingibjörg Brynjarsdóttir, Guðlaugur Þröstur Bjarnason og Sverrir Kristján Einarsson. Í varastjórn voru kosin þau Auður Ágústsdóttir, Ásdís Helga Jóhannsdóttir, Sara Atladóttir og Kristján Eggert Guðjónsson.

Skúli Hannesson sem setið hefur í stjórn félagsins um árabil gaf ekki kost á sér og voru honum þökkuð góð störf.

Stjórn félagsins er skipuð 11 félagsmönnum og eru sjö þeirra kosnir á aðalfundum en fjórir stjórnarmanna eru kjörnir af deildum félagsins. Á aðalfundum eru kjörnir fjórir stjórnarmenn annað árið og þrír hitt árið og kjörtímabil stjórnarmanna eru tvö ár.  

Á fundinum var ársreikningur vegna ársins 2020 lagður fram til samþykktar.  Afkoma félagsins var ásættanleg en tekjutap félagsins er metið á 70 - 100 milljónir vegna samdráttar á félagssvæðinu v. Covid 19.  Félagssjóður og Orlofssjóður komu báðir út með afgangi en lítilsháttar halli var á Sjúkrasjóði.

Fundurinn var að þessu sinni á Hótel Framtíð á Djúpavogi.

Gul stéttarfélög - ganga jafnvel erinda launagreiðenda

Sigurður PéturssonUmræða um svokölluð gul stéttarfélög hefur verið áberandi að undanförnu og þá einkum í tengslum við Flugfélagið Play en Íslenska flugstéttarfélagið, sem Play hefur samið við, virðist bera öll merki þess að vera „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna.

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, þekkir vel sögu verkalýðshreyfingarinnar en hann hefur sérstaklega kynnt sér svokölluð gul stéttarfélög. Í þessu viðtali (14:44) segir hann frá slíkum félögum í nútíð og fortíð.  Sjá - Hlaðvarp Alþýðusambandsins

 

Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu

Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki og í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar.


Innleiðing þeirra breytinga í dagvinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til framkvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið.

Formannafundur SGS haldinn í Mývatnssveit, 20. – 21. maí 2021, lýsir yfir miklu áhyggjum með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá sveitarfélögunum um land allt. Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitafélögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verkemfninu og fá algera falleinkun.

Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í  leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur.

Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning. (fréttin er tekin af heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands - www.sgs.is )

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags þriðjudaginn 8. júní  2021 kl. 17:00 á Hótel Framtíð, Djúpavogi.

Dagskrá:

 • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
 • Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
 • Lagabreytingar
 • Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
 • Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
 • Kjör félagslegra skoðunarmanna
 • Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
 • Ákvörðun félagsgjalds
 • Önnur mál
  1. Laun stjórnar
  2. Kosning fulltrúaráðs Stapa
  3. Framlag í menntasjóð IMA

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.

Boðið verður upp á léttan kvöldverð að fundi loknum.

Ársreikningar félagsins, tillögur að laga og reglugerðarbreytingum liggja frammi á skrifstofum félagsins.

Skv. gr. 21 í lögum AFLs þarf að tilkynna framboð til stjórnar í síðasta lagi 10 dögum fyrir aðalfund. Senda má framboð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Ath. Framboð þarf að vera með 20 meðmælendur fullgildra félagsmanna.

AFL Starfsgreinafélag

 
 

Af hverju ekki PLAY ?

Verkalýðsfédrifa playlög hafa alltaf átt óvildarmenn og munu eiga áfram. Einhverjir í hópi launagreiðenda og athafnamanna hugsa með trega til þess tíma sem verkafólk var áhrifalaust og samningslaust og kaup og kjör fóru að mestu eftir duttlungum þeirra sem áttu fjármagnið og réðu atvinnutækjunum. 

Það kostaði harða baráttu og mikla samstöðu launafólks að stofna verkalýðsfélögin og að knýja fyrirtækin að samningaborði þar sem gerðir eru lágmarkskjarasamningar.  Það er árangur sem verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til að gefa eftir.

Ef verkalýðshreyfingin situr hljóð hjá á meðan fyrirtæki stofna sín prívat verkalýðsfélög og gera samninga við sjálf sig - er baráttan töpuð.

Ef íslenskt launafólk ekki sýnir samstöðu með flugliðum sem munu starfa hjá Play flugfélaginu - þá stendur launafólk ekki með sjálfu sér því næst verða þá stofnuð prívat verkalýðsfélög við hvert fyrirtæki og einstaka starfsmenn knúðir til að standa með yfirmönnum.  Þetta er vel þekkt víða að úr heiminum.  Lágmarkskjör launafólks eru í húfi.

Sjá nánar pistil forseta Alþýðusambandsins sl. föstudag.  https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/thau-i-dag-thu-a-morgun-nei-vid-play/

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi