AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Útgerðirnar samar við sig!

Ánægja með nýgerðan sjómannasamning dvínaði hratt í dag þegar í ljós kom að einhverjar útgerðir bera litla virðingu fyrir eigin loforðum.  Í nýjum samningi er ákvæði um eingreiðslu sem til greiðslu er 1. mars - 400.000 krónur.  Sjómenn á uppsjávarskipum sem ekki eiga kolmunakvóta eru búnir að vera launalausir nú í á þriðja mánuð og munar því um þessa eingreiðslu.

Í staðinn fyrir eingreiðsluna fengu sjómenn einnar stórútgerðar tölvupóst frá fyrirtækinu með tilkynningu um að ekki yrði staðið við þetta ákvæði nýundirritaðs kjarasamnings.  Eingreiðslan kæmi 15. mars í stað 1. mars eins og kveðið er á um í samningnum.  Útgerðin sá ekki ástæðu til að biðja menn afsökunar á þessu samningsbroti heldur sendi þetta sem tilkynningu - eins og frá þeim sem valdið hefur og varðar lítt um hagsmuni annarra eða eigin loforð.

Við lokafrágang kjarasamningsins ræddu samningsaðilar um að bæta samskipti og reyna að bæta traust og ímynd atvinnugreinarinnar.  Það eru innantóm orð í ljósi þessa.  Það er búið að skrifa fyrsta kaflann í uppsögn samningsins um leið og það er unnt.  Þegar þetta er ritað er AFLi ekki kunnugt um hvernig fór með eingreiðsluna hjá öllum útgerðum - en athugasemdir hafa borist frá sjómönnum tveggja af stærri útgerðum á félagssvæðinu. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi